Vinstristjórn veit á pólitíska kreppu

Eftir hrun varð hér pólitísk kreppa og fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar leit dagsins ljós. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar lagði til atlögu við fullveldið og stjórnskipun landsins, með ESB-umsókn og tilraun til uppstokkunar á stjórnarskrá.

Hvorttveggja mistókst og vinstristjórnin var lömuð helming kjörtímabilsins.

Vinstristjórnin 2009-2013 var afleiðing efnahagshruns. Möguleg vinstristjórn 2016-2017 er afleiðing pólitískrar kreppu vinstrimanna, sem dreifast á 4 flokka, annars vegar og hins vegar lýðskrums sömu flokka sem bjóða sömu sömu lausnir og misheppnaða ríkisstjórn Jóhönnu Sig., þ.e. ESB-umsókn og nýja stjórnarskrá.

5 flokka vinstristjórn, með Viðreisn innanborðs, gæti mögulega sameinast um valdatöku meirihlutans á alþingi. Valdatakan er aðeins fær með því að útiloka sigurvegara nýafstaðinna kosninga, Sjálfstæðisflokkinn. Verði það raunin er skollin á heimatilbúin pólitísk kreppa, sem vinstriflokkarnir búa til en verður um megn að leysa. Nýjar þingkosningar næsta vor er rökrétt afleiðing.


mbl.is Funda kl. 13 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á bandarísku áhrifasvæði

Bandaríkjaher fékk aðstöðu á Íslandi í seinni heimsstyrjöld. Sumarið 1941 var gerður þríhliða samningur milli Íslands, Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði hernumið Ísland ári áður, um að Bandaríkjaher leysti breska setuliðið af hólmi.

Samningurinn sumarið 1941 er merkilegur í alþjóðlegu samhengi. Bandaríkin voru enn hlutlaus í stríði Breta við Þjóðverja, sem höfðu lagt undir sig alla Vestur-Evrópu og Noreg og Danmörku að auki. Stríð milli Bandaríkjanna og Þýskalands hófst ekki fyrr en eftir árás Japana, bandamanna Þjóðverja, á Perluhöfn í byrjun desember 1941.

Ísland komst með herverndarsamningnum 1941 undir bandarískt áhrifasvæði. Heimsókn Churchill forsætisráðherra Breta til Íslands í ágúst sama ár var táknræn viðurkenning að mesta flotaveldi Evrópu afsalaði sér áhrifum í þessum heimshluta til Bandaríkjanna.

Allt kalda stríðið, sem tók við af seinni heimsstyrjöld, var Ísland mikilvægur hlekkur í varnarkeðju vestrænu Nató-ríkjanna gegn útþenslu Sovétríkjanna. Eftir fall Sovétríkjanna myndaðist valdatómarúm á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin töldu herstöðina í Keflavík óþarfa og lokuðu henni árið 2006.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ræðir við Robert G. Loftis um brotthvarf Bandaríkjahers af Íslandi. Loftis var samningamaður bandarískra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Í viðtalinu kemur fram sígilt sjónarmið stórvelda, að þau setja upp herstöðvar og loka þeim fyrst og síðast í þágu eigin hagsmuna. En jafnframt hitt að orðspor stórvelda skiptir máli. Ótímabær lokun Keflavíkurstöðvarinnar skaðaði orðspor Bandaríkjanna, sérstaklega gagnvart smáþjóðum sem treysta á vernd þeirra - t.d. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin.

Ísland er enn á bandarísku áhrifasvæði. Helsta verkfæri Bandaríkjanna í öryggismálum Evrópu, Nató, stendur frammi fyrir óvissu í kjölfar valdatöku Donald Trump. Verkefni íslenskra stjórnvalda næstu árin er að lóðsa öryggishagsmuni okkar þannig að þau taki mið af pólitískum staðreyndum en skerði ekki fullveldi okkar til vinsamlega samskipta, t.d. við Rússland. Allra síst ættum við að leggja lag okkar við upplausnarástandið sem ber skammstöfunina ESB.


Bloggfærslur 20. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband