Stefán, Egill: hættum við ESB-umsóknina

Tveir álitsgjafar á vinstri kantinum, Stefán Ólafsson og Egill Helgason, leggja báðir til að misheppnuð ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 verði sett ofan í skúffu við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður.

Stefán og Egill eiga það sameiginlegt að fylgjast með erlendri þróun, ólíkt mörgum ESB-sinnum sem eru jafn illa að sér um útlend málefni og þeir eru heitir í óskhyggjunni um að Íslandi verði ESB-ríki.

Á Íslandi er sjö ára samfelldur meirihluti fyrir því að landið standi utan Evrópusambandsins. Það skyti skökku við að næsta meirihlutastjórn yrði mynduð til að koma minnihlutamáli á dagskrá. Sem í ofanálag klýfur þjóðina í herðar niður.


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín boðar skammtímastjórn - 5 ómöguleikar

Ríkisstjórn fjögurra vinstriflokka og Viðreisnar, sem Katrín Jakobsdóttir hyggst mynda, er dauðanum merkt. Hún lifir ekki til næsta vors. Ástæðurnar eru þessar í réttri röð:

Píratar, Samfylking, Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri grænir.

Ef Katrín myndar slíka stjórn eyðileggur hún Vinstri græna sem trúverðugt stjórnmálaafl. Vinstri grænir fetar sömu slóð og Samfylkingin, sem líka reyndi hið ómögulega; að troða Íslandi í ESB, og galt fyrir með 5,7 prósent fylgi í síðustu kosningum.


mbl.is Katrín vill mynda fjölflokkastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvinguð leikjaröð Vinstri grænna

Formaður Vinstri grænna stendur frammi fyrir þvingaðri leikjaröð í stjórnarmyndunarviðræðum. Trú fyrri yfirlýsingum verður Katrín Jakobsdóttir að leita eftir samstöðu vinstriflokkanna um ríkisstjórn.

Vinstriflokkarnir fjórir eru með 27 þingmenn á alþingi en 32 þarf í meirihluta. Ef Viðreisn yrði boðið með væri þingmannafjöldinn kominn upp í 34 en flokkarnir fimm. Ríkisstjórn þessara flokka yrði hvorki til vinstri né lífvænleg.

Þar á eftir yrði Katrín að máta Vinstri græna við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir eru til samans með 31 þingmenn og yrðu að fá einn af þessum þrem með í stjórn: Framsókn, Bjarta framtíð eða Viðreisn.

Pólitískt yrði erfiðast að selja baklandi Vinstri grænna stjórn með tveim hægriflokkum, Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Auðveldast væri að fá Bjarta framtíð með í púkkið. Vandinn er að Björt framtíð gerði sig að pólitískum síamstvíbura Viðreisnar strax eftir kosningar.

Rökréttast er að Framsókn yrði þriðja hjól Katrínar og Bjarna Ben. En pólitík er ekki rökæfing heldur list hins mögulega, eins og járnkanslarinn Bismarck sagði forðum daga.


mbl.is Katrín á fund forseta á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband