RÚV líkir Trump-sigri við hryðjuverk

Hádegisfréttir RÚV líktu kosningasigri Donald Trump við hryðjuverkin í Boston fyrir þremur árum þegar þrír létust.

Aðalfrétt RÚV í hádeginu var af mótmælum gegn Trump. Tíðindamaður RÚV í Boston sagði fólk í taugaáfalli og grátandi vegna forsetakosninganna. Sigur Trump bjó til sama hugarástand og eftir hryðjuverkin í Boston, sagði tíðindamaðurinn.

Til að magna upp spennuna spurði fréttamaðurinn: helduru að þetta verði varanlegt ástand?

Samkvæmt RÚV eru Bandaríkin lömuð eftir kosningasigur Trump og ekki einn einasti kjaftur sem er ánægður. Í kvöldfréttum RÚV fáum við sennilega að heyra að kjósendur Trump komi frá Mars.


mbl.is Hvað gæti breyst með Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og nýíhaldið

Nýíhaldið fylgir félagslegri íhaldsstefnu, vantreystir bæði ríkisafskiptum og forstjóraveldi og hafnar fjölmenningu.

Í Bandaríkjunum bar bandalag nýíhaldsins úr millistéttinni og lágtekjuhópum framboð Donald Trump til sigurs.

Nýíhaldið er róttækt svar hægrimanna við regnabogapólitík vinstrimanna.


mbl.is Millistéttin studdi Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg er mótmælahreyfing

Vinstri grænir eru mótmælahreyfing sem afþakkar aðild að ríkisstjórn. Þrátt fyrir kosningasigur eru innviðir flokksins of veikir og baklandið sundurleitara en svo að forysta flokksins þori að axla ábyrgð.

Afstaða Vg veitir hægriflokki Viðreisnar lykilstöðu í stjórnarmyndun, sem er með Bjarta framtíð eins og hund í bandi.

Vangeta Vg lýsir í hnotskurn stöðu vinstrimanna á Íslandi. Þeir sérhæfa sig í að velta sér upp úr vandamálum en bjóða engar lausnir og kikna undan ábyrgð.


mbl.is VG hafnar Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband