Björt framtíð boðar svartnætti smælingja

Smáflokkur Bjartar framtíðar vill að foringi smælingjanna, Benedikt V. í Viðreisn, fái umboð til mynda veika minnihlutastjórn. Þetta eru klækjastjórnmál, hönnuð til að þokuleggja lýðræðislegar kosningar.

Stjórnmálamenn sem reyna með klækjum að hindra framgang lýðræðislegra kosninga vinna gegn þjóðarhagsmunum.

Íslenska hefðin er að meirihlutastjórnir fari með landsstjórnina. Tilraun til að breyta áratugahefð er ósvífið valdaskak.


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál Vinstri grænna: fúll á móti heilkennið

Á eftir Sjálfstæðisflokknum voru Vinstri grænir sigurvegarar kosninganna. Í stað þess að nýta sér meðbyr almennings og gera kröfu um áhrif á landsstjórnina til samræmis við fylgi stukku Vinstri grænir beint ofan í skotgrafirnar og harðneituðu að vinna með þjóðarflokknum.

Í kosningabaráttunni var slagorð Vinstri grænna ,,treystið okkur". 

Eftir kosningar kom á daginn að seinni hluta slagorðsins vantaði: ,,treystið okkur til að vera fúll á móti."


mbl.is Ræddi við Bjarta framtíð og Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn er klofin milli landsbyggðar og höfuðborgar

Framsóknarflokkurinn er 20 prósent flokkur á Norðurlandi og Suðurlandi en 5 til 7 prósent flokkur í Reykjavík og SV-kjördæmi. Til að verða stjórnmálaafl sem telur þarf flokkurinn að blanda saman róttæki og íhaldssemi.

Undir forystu Sigmundar Davíðs varð flokkurinn róttækur í þeim málum sem þurfti, t.d. skuldaleiðréttingu heimilanna og uppgjöri við þrotabú bankanna, en íhaldssamur í afstöðu til stjórnskipunar og í utanríkismálum.

Flokkseigendafélag Framsóknar stóð fyrir hallarbyltingu í aðdraganda kosninganna og tefldi fram hreinræktuðum landsbyggðarformanni. Við það missti flokkurinn öll sóknarfæri á Suðvesturhorninu.

Framsóknarflokkurinn er kominn í sömu stöðu og hann var í undir formennsku Halldórs Ásgrímssonar. Hægt en öruggt tímabil hnignunar blasir við.


mbl.is Kallar eftir afsögn formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband