Listin í valdabaráttunni

Eftir hrun brast á valdabarátta á Íslandi. Ástæðan er ung stétt manna, bankamenn og útrásarauðmenn, þurrkaðist út nánast á einni nóttu og skildi eftir sig gapandi valdatóm.

Inn í þetta valdatóm sóttu sóttu hópar sem vildu breyta Íslandi eftir sínu höfði. Banka- og útrásarauðmenn breyttu Íslandi í allsherjar vogunarsjóð skópu þar með fordæmi sem aðrir vildu fylgja.

Sigur vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, í þingskosningunum 2009 sýndi hvaða öfl höfðu forræði í landinu; háskólafólk, ríkisstarfsmenn og verklýður menningarinnar voru þar áberandi.

Orðfærið sem nýju valdahóparnir höfðu um bændur, sjómenn og aðra sem ekki voru fúsir að smíða Vinstra-Ísland, samþykkja Icesave og flytja fullveldið til Brussel, var oft ekki til fyrirmyndar. Ekki frekar en hróp um listafólk á opinberum starfslaunum er til eftirbreytni.

Tilraun vinstriflokkanna að stokka upp Ísland mistókst og rann endanlega út í sandinn með hrikalegu tapi Samfylkingar og Vinstri grænna vorið 2013.

Valdabaráttan heldur engu að síður áfram og Vilborg Davíðsdóttir fer nærri birtingarmyndar hennar þegar hún segir ólíka hópa

ausa sví­v­irðing­um yfir hverja starfs­stétt fyr­ir sig og nefna hana ill­um nöfn­um eins og afæt­ur, blóðsug­ur, jötulið og skítapakk?

Við mættum alveg temja okkur háttvísari orðfæri í umræðunni. Valdabaráttan endar með málamiðlun. Alveg eins og við þurfum fisk úr sjó og ket að eta værum við ekki Íslendingar án höfunda sem setja lífsstreðið í samhengi.

 


mbl.is Vilborg Davíðsdóttir svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherrann, Gunnar Bragi og heimslöggan Nató

Úkraína er ekki Nató-ríki. Varnarbandalagið Nató var stofnað til að verja Vestur-Evrópu ágangi kommúnisma. Engin hætta er lengur af kommúnisma, sem er dauð hugmyndfræði.

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi boðar nýtt hlutverk Nató um að vera heimslögga í þágu fullveldis, að standa vörð um ,,nauðsynlegar grundvallarreglur." Gunnar Bragi utanríkisráðherra endurómar þessa skoðun þegar hann talar um að ekki sé hægt að ,,verðleggja fullveldi þjóða."

Réttkjörnum forseta Úkraínu,Viktor Janúkovítsj, var steypt af stóli í febrúar 2014. Hann segir Pútín Rússlandsforseta hafa bjargað lífi sínuValdataflið sem leiddi til kollsteypunnar var teflt í þrem borgum; Washington, Brussel og Moskvu. Sumir fræðimenn, t.d. J.J. Mearsheimer, segja að Úkraínudeilan sé alfarið vesturveldunum að kenna.

Nató hafði engar áhyggjur af fullveldi Úkraínu þegar réttkjörnum forseta var steypt af stóli, einfaldlega vegna þess að Nató, sem hernaðararmur Bandaríkjanna og stærstu ESB-ríkjanna, vildi losna við Janúkovítsj. Nató fékk skyndilegan áhuga á fullveldi þegar Rússar svöruðu ógn við öryggishagsmuni sína með því að leggja undir sig Krímskaga.

Um 58% íbúa Krímskaga eru Rússar en aðeins fjórðungur Úkraínumenn. Í atkvæðagreiðslu, sem var álíka lýðræðisleg og valdamissir Janúkovitsj, kusu íbúar Krím að verða hluti af fullveldi Rússlands en ekki Úkraínu. Og hvort ættu Íslendingar að styðja fullveldi þjóðar, sem var baráttumál okkar innan danska ríkisins í meira en 70 ár, eða fullveldi ríkja sem sitja yfir hlut ólíkra þjóða?

Nató-veldin studdu vitanlega úkraínska ríkið gegn Rússum á Krímskaga og austurhluta Úkraínu. Öfl hliðholl Nató tóku völdin í Kiev eftir að Janukovítsj var hrakinn frá völdum. Nató-veldin hugsa um það eitt að fá landssvæði sem heyrir undir úkraínska ríkið óskert í sína valdablokk. Velferð þjóða er aukaatriði í stórveldapólitík og hefur alltaf verið.

Nató-veldin meta fullveldi eftir aðstæðum. Fullveldi Íraks, svo dæmi sé tekið, var metið léttvægt og sendu Bandaríkin þangað herlið árið 2003 til að skipta um stjórnvöld. Réttlætingin, sem búin var til, um að Írak ætti gereyðingarvopn, var uppspuni. En einmitt þannig vinna stórveldi - þau spinna sögur sem réttlæta yfirganginn.  Ófriðarbálið sem Nató-veldið kveikti í miðausturlöndum logar enn glatt og veldur tortímingu mannslífa og ótal öðrum hörmungum sem ekki sér fyrir endann á.

Sem heimslögga er Nató með ömurlega ferilsskrá; efnir til stríðsátaka fremur en friðsamlegra samskipta. Við eigum ekki að vera taglhnýtingar Nató-veldanna í utanríkispólitískri ævintýramennsku, hvort heldur í Evrópu eða öðrum heimsálfum.

Íslenska utanríkisþjónustan, með Gunnar Braga Sveinsson sem ráðherra, er svo heillum horfin að réttast væri að leggja hana niður og skipta verkefnum á milli annarra ráðuneyta.


mbl.is Standi vörð um grundvallarreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband