Súnnar og sjítar vígbúast - kristinn lærdómur múslíma

Tvær meginfylkingar múslíma heita súnnar og sjítar. Sádi-Arabía er forysturíki súnna en Íran höfuðból sjíta. Súnnar eru langtum stærri trúarhópur en sjítar, um 85 prósent múslíma eru súnnar en í kringum einn af hverjum tíu sjítar.

Sjítar er á hinn bóginn að eflast. Íran er nýkomið inn úr kuldanum í alþjóðasamfélaginu með samningum við Bandaríkin og önnur stórveldi um kjarnorkuvopnaáætlun sína. Í Írak eru sjítar við völd - en súnnar réðu þar á tímum Husseins em Bandaríkin steyptu af stóli. Þá er Assad Sýrlandsforseti alavíti, sem stendur nærri sjítum.

Wahabismi, súnnaútgáfa af múslímatrú, er ráðandi í Sádí-Arabíu. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams leggja rækt við sömu útgáfu af múslímatrú. Með skefjalausum manndrápum í nafni trúarinnar er Ríki íslams búið að koma óorði á ríkistrú Sáda.

Konungaskipti urðu í Sádi-Arabíu á síðasta ári og undirliggjandi er valdabarátta innan fjölmennrar konungsættar. Sádar eru í verulegum efnahagsvandræðum vega verðlækkana á olíu sem er yfir 80 prósent af útflutningstekjum þeirra.

Hvað gerir trúarríki sem stendur höllum fæti? Jú, það blæs í glæður trúarhita til að safna liði. Og einmitt það gera Sádar og kalla á trúbræður sína í miðausturlöndum  sér til hjálpar.

Súnnar og sjítar eru í sömu stöðu og kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu í lok miðalda. Bókstafstrúin var ekki lengur límið í samfélaginu og nýjar veraldlegar hugmyndir skoruðu gamla heimsmynd á hólm.

Kristnir börðust innbyrðis á 16. öld og átökin náðu hámarki næstu öld þar á eftir, með þrjátíu ára stríðinu 1618-1648. Trúin sleppti klónum af samfélaginu en aðeins með hávaða og látum. Galdraöldin var kveðjustuna alltumlykjandi kristin. Eitthvað viðlíka er að gerast hjá múslímum.


mbl.is Sómalar slíta tengsl við Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipta um ráðherra

Ísland á ekki aðild að Úkraínu-deilunni sem snýst um forræði yfir landi þar sem auðmannaklíkur hafa látið greipar sópa frá lokum kalda stríðsins. Deiluaðilar eru Bandaríkin og ESB annars vegar og hins vegar Rússar.

Ísland skuldar hvorki Bandaríkjunum né ESB þjónkun við stórveldahagsmuni þeirra sem reynt er á fölskum forsendum að klæða í búning fullveldisbaráttu Úkraínumann.

Hagsmunir Íslands eru að halda vinsamlegum samskiptum við granna okkar og viðskiptaþjóðir. Utanríkisráðherra sem lætur ófriðaröfl í Washington og Brussel villa sér sýn á hagsmuni Íslands á vitanlega ekki að sitja stundinni lengur í embætti.


mbl.is Skiptir ekki um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabis, áfengi og líf í fíkn

Samfélagið eyðir peningum í að hamla útbreiðslu fíkniefna sökum þess að þau eyðileggja líf neytendanna. Ráðandi hugmyndir eru að líf í viðjum fíkniefna er óæskilegt.

Í umræðunni um hvort eigi að lögleiða kannabisefni er stundum bent á að áfengi sé ekki síður bölvaldur og spurt hvort ekki eigi að gilda sömu lög um bæði efnin.

Áfengi er fylgifiskur menningarinnar, kom hingað með landnámsmönnum. Ýmsar leiðir voru reyndar í umgengni þjóðarinnar við áfengi. Markaðslausnir, þar sem áfengi var allra er það vildu hafa, algert bann og síðar, það sem sátt varð um, að verslað skyldi með áfengi í sérverslunum í eigu samfélagsins.

Kannabis er nýtt fíkniefni sem samfélagið berst gegn. Reynslan af áfengi kennir að aukið framboð af fíkniefnum og betra aðgengi að þeim eykur skaðann sem þau valda.

Líf í fíkn er ekkert líf heldur sjúdómsástand.


mbl.is Einangra sig og reykja kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband