Píratafylgið hafnar Sjálfstæðisflokki

Stærsta fréttin í nýrri skoðanakönnun, að frátöldu 40 prósent fylgi Pírata, er fylgistap Sjálfstæðisflokksins upp á sex prósentustig.

Á síðasta landsfundi reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að höfða til píratafylgis með popúlistamálum eins og áfengi í matvöruverslunum, frjálshyggjulegri forystu og einkavæðingu.

Píratafylgið, sem einu sinni hét lausafylgi, leitar ekki að píratamálum í Sjálfstæðisflokknum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leitar á þessi mið, sem einu sinni voru sameiginleg með Samfylkingu, er næsta víst að annað fylgi, borgaralegt íhald, haldi á aðrar slóðir.


Neytendur standa undir hagnaði Haga

Hagar eru með nógu háa álagningu á matvöru til að standa undir milljarðahagnaði ár hvert. Þeir sem borga gróða Haga eru neytendur fyrst og fremst en framleiðendur einnig.

Í fákeppni matvöruverslunarinnar blóðmjólka Hagar bæði framleiðendur og neytendur til að skila milljörðum í vasa eigenda Haga.

Það er svívirðan.


mbl.is Svívirðileg framsetning hjá Sindra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband