Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju

Þrír fangar á Kvíabryggju, sem sjónvarp Jóns Ásgeirs birti viðtal við, eru pólitískt andlit Sjálfstæðisflokksins. Fangarnir komust til álna þegar einkavæðing Sjálfstæðisflokksins stóð yfir og frjálshyggja æðstavald í pólitík.

Þjóðinni gast ekki að föngunum á Kvíabryggju. Þeir eru hrokafullir og þess albúnir að endurtaka leikinn frá útrás til hruns. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn: ætlar að einkavæða bankakerfið á einu bretti, - vegna þess að auðmönnum er svo vel treystandi fyrir fjármálastofnunum þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekkert af hruninu. Flokkurinn heldur í sömu kilisjupólitíkina og leiddi okkur í hrunið. Nýmælin í pólitík Sjálfstæðisflokksins eru helst þau að éta upp misheppnaða fjölmenningarstefnu góða fólksins.

Auðmanna- og fjölmenningarstefna Sjálfstæðisflokksins skilar 19,5 prósent fylgi. Flokkurinn er huggulegur smáflokkur, eins og Halldór Jónsson orðar það.

Sjálfstæðisflokkurinn gat orðið þjóðarflokkur ef hann hefði lesið rétt í spilin kjörtímabilið 2009 til 2013. Þá réð hér vinstristjórn sem gerði atlögu að stjórnskipun lýðveldisins. Stjórnarskránni átti að kollvarpa og flytja fullveldið til Brussel.

Atlögu vinsstriflokkanna á lýðveldið var hrundið. Í nafni hvaða hugmynda? Kom einkavæðing eða frjálshyggja þar við sögu? Nei, lítið sem ekkert.

Fullveldi, gróin borgaraleg gildi um varkárni og íhaldssemi í félagslegum málefnum og ríksfjármálum voru ráðandi í andófinu gegn vinstristjórninni.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í ríkisstjórn vorið 2013, mest fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, þá hélt forysta flokksins að þjóðin hefði veitt umboð fyrir nýrri einkavæðingu á grunni frjálshyggju. Það var mikill misskilingur.

Davíð Oddsson sá fyrir sér hörmungarferlið sem frjálshyggjan var komin í haustið 2003 þegar hann tók út einkasparnaðinn úr Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þá voru fimm ár í hrun og engu var hægt að breyta vegna þess að tiltekin pólitísk hugmyndafræði hafði sigrað. Ári eftir reyndi ríkisstjórn Davíðs að setja lög á fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs en tapaði þeim slag. Einkavæðingar-auðræðið var allsráðandi í samfélaginu.

Með hruni varð einavæðingar-auðræðið að gjalti. Forysta Sjálfstæðisflokksins átti vitanlega að urða líkið sjö fet undir yfirborði jarðar. Orðræða flokksins á að snúast um sígilda borgaralega stefnu s.s stjórnfestu, fjölskylduvelferð og lög og rétt í samfélaginu.

Sjálfstæðisflokkurinn er á Kvíabryggju og losnar ekki þaðan fyrir næsta þingkosningar. Pólitísk orðræða kemur ekki eins og kanína upp úr hatti töframanns kortéri fyrir kosningar.

 


mbl.is Fylgi Pírata eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albanía ekki lengur fyrirmynd Íslands

Eigendur sjúkrahótelsins í Ármúla, Ásdís Halla Bragadóttir og félagar, fengu hagfelldan samning við ríkið sem forstjóri Sjúkratrygginga varði með klóm og kjafti þegar Landspítalinn gagnrýndi fyrirkomulagið.

Ásdís Halla telur að Albanía eigi að vera fyrirmynd fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi og flutti um það erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins. Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. En eflaust er hægt að græða góðan pening á þeirri misskiptingu.

Fyrirsjáanlega eru slit á aðild Ásdísar Höllu og félaga að heilbrigðiskerfinu. Mætti álykta að Albanía er ekki lengur fyrirmynd Íslands í heilbrigðismálum. Sumir myndu telja það framför.


mbl.is „Þetta eru vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband