Útsala á ríkiseigum verður ekki fyrirgefin

Salan á Borgun fól í sér að ríkisbanki gaf útvöldum 20 milljarða króna. Salan fór fram á bakvið luktar dyr.

Íslenska ríkið á Landsbankann, stóra hluti í öðrum bönkum og fær í fangið aðrar eigur, upp á tugi milljarða króna, sem lið í uppgjöri föllnu bankanna.

Reynslan af sölunni á Borgun ætti að kenna ríkisstjórninni að ganga varlega um gleðinnar dyr þegar kemur að sölu ríkiseigna. Landsbankann ætti að taka strax af söluskrá, svo að enginn velkist í vafa um að Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur lærðu sínu lexíu af hruninu 2008.

Þjóðin mun ekki sýna þeim neina miskunn vorið 2017 sem gefa útvöldum almannaeigur. Enda veit þjóðin að gjafagjörningum fylgir hrun.


mbl.is Þolum ekki sömu mistökin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump eða Sanders - pólitíska miðjan hrynur

Trump er orðinn líklegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins eftir stuðningsyfirlýsingu Söru Palin. Palin er fyrrum varaforsetaefni og sterk í kjarnaíhaldi miðríkjanna. Samtímis fréttist af forskoti nýsósíalistans Bernie Sanders á Hilary Clinton í lykilfylki forkosninganna.

Gangi það eftir að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum standi á milli hægri harðlínumanns og nýsósíalista blasir við að pólitíska miðjan er hrunin.

Hvítt miðstéttarfólk bjó til pólitísku miðjuna í Evrópu og Bandaríkjunum áratugina eftir stríð. Velferðarkerfið, sem er til muna takmarkaðra vestan hafs en austan, er arfleifð hvítu millistéttarinnar.

Efnahagslegir þættir, s.s. stóraukin misskipting auðs, og menningarlegir, m.a. flóttamannastraumar frá öðrum heimsálfum, grafa undan veldi hvítu miðstéttarinnar sem leitar frá miðjunni út á kanta stjórnmálanna í leit að viðspyrnu.

Klofningur hvítu millistéttarinnar á milli harðlínuhægrisins og nýsósíalisma felur í sér að forræði þessa kjósendahóps yfir meginþróun stjórnmálanna er fyrir bí.

Þegar valdakerfi líða undir lok, jafnvel óformleg eins og hvítu millistéttarinnar, er iðulega tímabil upplausnar uns ný kerfi skapa kjölfestu.

Ómögulegt er að sjá fyrir hvaða valdakerfi tekur við af hvítu millistéttinni.

 

 

 


mbl.is Palin lýsir yfir stuðningi við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsk svín í múslímskum matardeilum

Múslímar borða ekki svínakjöt af trúarástæðum. Múslímar í Danmörku hafa náð þeim árangri að ryðja svínakjöti af matseðlinum á sumum opinberum stöðum. Danir, sem eru stórframleiðendur svínakjöts, telja danskri matarmenningu standa ógn af áhrifum múslíma og grípa til gagnráðstafana.

Guardian segir að bæjarfélagið Randers hafi gefið út verklagsreglu um að mötuneyti á vegum sveitarfélagsins skuli bjóða danskan mat, svínakjöt meðtalið.

Ákvörðun Randers er liður í baráttu Dana fyrir danskri matarmenningu andspænis þeirri múslímsku. Það eitt að bæjarfélag þurfi að gera sérstaka samþykkt um að hversdagslegur matur skuli á boðstólum segir sína sögu um styrkleikahlutföllin í dönsku samfélagi.

 

 

 


Bloggfærslur 20. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband