Lög og friður á Íslandi og Sádí-Arabíu

Shítaklerkurinn Nimr al-Nimr var ásamt hálfu hundraði dauðadæmdra í Sádí-Arabíu annað tveggja skotinn eða hengdur. Að því loknu, segir Spiegel, voru líkin fest á gálga almenningi til sýnis. Í trúarlegri lagahefð múslíma, sharía, er þetta framgangsmátinn.

Lög og dómstólar eru ekki fyrst og fremst til að komast að hinu sanna, segir vestrænn lagaspekingur, heldur ljúka ágreiningi. Mestu skiptir að beita lögum á deiluefni og þar með leysa úr þeim. Að fá niðurstöðu er oft brýnna en að hún sé rétt, segir Brandeis hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.

Samfélagsfriðurinn er trú og réttlæti ofar, kvað annar lagaspekingur, Þorgeir Þorkelsson, upp úr um á alþingi endur fyrir löngu.

Á Íslandi eftir hrun átti réttvísin vantalað við nokkra útrásarvíkinga sem gengu full djarflega fram með annarra manna fjármuni. Glæpamennirnir fá nokkurra ára dóm sem þeir afplána í hægindum og í tölvusambandi við umheiminn.

Bókstafstrúarmenn úr röðum verjenda útrásarvíkinganna afneita dómum íslenska réttarkerfisins. Þeir gera hvorki réttlætinu né samfélagsfriðnum gagn með þeirri afstöðu. En sökum þess að réttarkerfið okkar er trúlaust, guði sé lof, eiga bókstafstrúarmenn ekki hljómgrunn.

 


mbl.is „Munum láta jörðina skjálfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri aðgerðasinnar óska sér forseta

Frambjóðendur aðgerðasinna eru helst í umræðunni sólarhring eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti ákvörðun um að bjóða sig ekki fram.

Vinstrimenn í ýmsum útgáfum óska sér forseta til að berjast fyrir þessu eða hinu málefninu.

Aðgerðasinni í forsetastól er ekki málið.


mbl.is Ákvörðun Ólafs vekur athygli víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagnaður Bónuss/Hagkaupa er í Icesave-ábyrgð

Í hrun varð Baugur, sem átti Bónus/Hagkaup, gjaldþrota og Finnur Árnason forstjóri stóð frammi fyrir atvinnumissi. Í stað þess að fara eðlilega markaðsleið, stöðva gjaldþrota rekstur, voru opinberir peningar notaðir til að bjarga Finni.

Ríkisbankar fjármögnuðu Bónus/Hagkaup, sem var tekið úr Baugssamstæðunni, og peningar verkalýðshreyfingarinnar voru virkjaðir í að kaupa Bónus/Hagkaup sem urðu Hagar. Finnur og nýir félagar hans, þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem áður höfðu braskað með Húsasmiðjuna inn í Baugssamsteypuna, fengu þannig opinbera ábyrgð á kaupum á fákeppnisrekstri sem hefur skilað þeim milljörðum í öruggan hagnað.

Fákeppnisforstjórinn vill vitanlega komast með klærnar í enn meiri peninga með því að gera sig gildandi í framleiðslu matvæla.

Væri ekki nær að við héldum þjóðaratkvæði um fákeppni í smásölu á matvælum?


mbl.is Á við þrefalt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband