Landsbanki trygging gegn öðru hruni

Einkaframtakið keyrði Glitni, Kaupþing og gamla Landsbankann í gjaldþrot og olli þar með hruninu 2008. Tveir endurreistir bankar, Arion og Íslandsbanki, eru í eigu útlendinga og fara bráðlega á markað - sem sagt í hendur einkaframtaksins.

Landsbankinn er ríkisbanki og ætti að vera það um ófyrirséða framtíð sem trygging gegn öfgum einkaframtaksins.

Landsbankann ætti ekki að selja fyrir en markaðsöflin sýna að þau kunni að reka banka. Eðlilegur reynslutími er 15 til 20 ár.


mbl.is Liggur ekkert á að selja bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð og ríkisfyrirgefning

Á fyrstu öldum byggðar á Íslandi voru manndráp einkamál. Hugmyndin um ríkistryggða mannhelgi kom með konungsvaldi. Í stað hefndardrápa milli fjölskyldna, og eftir atvikum sátta þeirra á milli, tryggði ríkisvaldið samfélagsfriðinn með því að gera manndráp að opinberu refsimáli. 

Í þágu samfélagsfriðarins látum við ríkisvaldinu um að rannsaka, dæma og refsa í manndrápsmálum.

En það er ekki ríkið sem líður fyrir morð heldur fjölskylda fórnarlambsins. Það er ekki siðlegt að ríkið fyrirgefi morðingja, með uppreist æru, án þess að spyrja aðstandendur hins myrta.  


mbl.is Heyrði þetta fyrst í fréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hvorki né samband

Bretar kjósa um útgöngu úr ESB. Hvorki Bretar né Pólverjar eða aðrir ESB-þjóðir láta sér til hugar koma að taka upp gjaldmiðil ESB, evruna, enda hún uppskrift að hörmungum bæði í Grikklandi og Finnlandi.

Evrópusambandið er of víðtækt og samfléttað hagkerfum aðildarríkja til að það líði undir lok í bráð. Að sama skapi er það of veikt og sjálfu sér sundurþykkt til að sambandið geri gagn við úrlausn brýnna vandamála, samanber flóttamannastrauminn til Evrópu.

Evrópusambandið starfar áfram án sannfæringar, líkt og stórveldi með útrunninn dagsstimpil.


mbl.is Telur að ESB gæti liðið undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband