Óbreytt eymd hjá ESB

Samdráttur og 11% atvinnuleysi er staðfesting á því að evru-svæði Evrópusambandsins horfir fram á eymdarástand næstu árin.

Enn er umræða um að útganga Grikklands sé forsenda fyrir því að evru-svæðið hjarni við.

Efnahagsleg hnignun og pólitísk óvissa er uppskrift að viðvarandi ófermdarástandi á evrusvæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð.


mbl.is Óbreytt verðbólga og atvinnuleysi á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ástandið í himnaríki Samfylkingar er allt annað en þeir trúðu svo innilega á,síðastliðin a.m.k.7ár. Gremja þeirra snýst nú um allt annað,þegar trúboðið skilar engum árangri. Þá kemur upp í huga minn gamalt og létt spaug um bæn þeirra gremjufullu feitu;-- “guð ef þú getur ekki gert okkur granna,gerðu þá óvini mína feita” --- Eða,ef þú getur ekki komið okkur í glundroða atvinnuleysis, hnignunar og öngþeitis flóttamanna í Evrópu,gerðu þá Ísland eins!!

Kristnir biðja um fullveldi Íslands og munu leggja ofurkapp á að það haldi í sátt við aðrar þjóðir. Ætli heiminum veiti af að eiga vin i eyðimörkinni.

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2015 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband