Áhöfn þjóðarskútunnar er landsbyggðarfólk

Hugmyndin um þjóðarskútuna og frænku hennar, þjóðarkökuna, er tamari fólki á landsbyggðinni en í höfuðborginni.

Á tímum útrásar varð til hugmyndin um borgríkið Ísland, í merkingunni að Reykjavík 101 væri fjármálaleg og menningarleg miðja en afgangur landsins fremur ómerkilegt jaðarsvæði.

Hrunið svipti hulunni af blekkingunni um borgríkið. Þeir atvinnuvegir sem lyftu landinu úr kreppunni eru fremur á landsbyggðinni en Reykjavík: ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður.

Miðsvæði stjórnmálanna er enn Reykjavík. Enda eru þau föst kreppunni.


mbl.is Öll í báti sem heitir íslensk þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra-Skagafjarðarmálið og rústir reykvíska lýðveldisins

Stóra-Skagafjarðarmálið grípur á stöðu íslenskra stjórnmála. Dæmigerður fulltrúi reykvískra stjórnmála, Birgitta Jónsdóttir pírati, líkir Skagafirði við Sikiley, með þeim undirmálum að Íslandi stjórni skagfirsk mafía.

Skagafjörður er í þessu samhengi fulltrúi landsbyggðarinnar andspænis Reykjavík. Orð Birgittu lýsa örvæntingu reykvískrar stjórnmálamenningar sem geldur hvert afhroðið á fætur öðru.

Eftir búsáhaldabyltinguna réðu reykvískar stjórnmálaáherslur ferðinni. Öll stærri mál vinstristjórnar Jóhönnu Sig. eru reykvísk: ESB-umsóknin, kvótaumræðan og ný stjórnarskrá eru hugðarefni Reykvíkinga fremur en íbúa landsbyggðarinnar. Og öll fóru þessi mál á versta veg fyrir höfuðborgarliðið.

Eftir að Jón Gnarr brást sem foringi reykvískrar stjórnmálamenningar myndaðist tómarúm sem ekki hefur verið fyllt. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi, ætlaði sér í þetta tómarúm en fékk ekki til þess fylgi. Greining Gísla Marteins er að íslensk stjórnmál séu ónýt, en hann á vitanlega við að reykvísk stjórnmálamenning er í upplausn.

Aðrir spámenn án föðurlands að þessu leyti eru Benedikt Jóhannesson, sem vill stofna Viðreisn, og Gunnar Smári Egilsson er ætlaði sér að stofna Noregsflokk, til að Ísland yrði fylki Noregs. Gunnar Smári sér Ísland reykvískum gleraugum.

Birgitta Jónsdóttir er helsti samnefnari reykvískrar stjórnmálamenningar nú um stundir. Samlíking hennar á Skagafirði og Sikiley er í ætt við stórkarlalegar yfirlýsingar skoðanasystkina hennar um að Ísland ætti að ganga í ESB til að stjórna þar málum, selja útlendingum kvótann og stofna reykvískt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.

Draumurinn um reykvíska lýðveldið leið undir lok með borgarstjóraferli Jóns Gnarr. Birgitta er bara svolítið sein að kveikja á fattaranum.


mbl.is Vilja að Birgitta biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband