Holu-borgin án flugvallar

Vinstrimenn kunna ekki framkvæmdir, samanber viðurnefnið holu-borgin, og þeir kunna heldur ekki rekstur, eins og nýjar tölur úr ráðhúsinu við Tjörnina bera með sér.

Framganga vinstrimeirihlutans í málefnum Reykjavíkurflugvallar sýnir valdhroka þar sem meirihlutinn freistar þess að grafa undan flugvellinum í bókstaflegum skilningi. Með því að hleypa verktökum inn á helgunarsvæði flugvallarins er reynt að búa til staðreyndir á jörðu niðri sem gera flugvöllinn ónothæfan.

Alþingi hlýtur að grípa í taumana og færa skipulagsvaldið á mikilvægum samgöngumannvirkjum og umhverfi þeirra til stjórnarráðsins, til að óvitarnir í ráðhúsi Reykjavíkur valdi ekki meiri skaða á almannahag. 


mbl.is „Ég lít þetta mjög alvarlegum augum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir heimaskítsmát

Jón Ásgeir eigandi Fréttablaðsins skrifaði í gær dómgreindarlausa blaðagrein um sjálfan sig þar hann snökti örlög sín í plássi Guðmundar Andra í mánudagsútgáfunni.

Ritstjórn Fréttablaðsins ákvað í dag að við svo búið mætti ekki standa. Lesendur eru beðnir afsökunar á að Guðmundi Andra var rutt úr blaðinu. Og Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður segir á leiðaraopnu að pistill Jóns Ásgeirs sé dæmi um vænisýki.

Ætti ég hatt tæki ég ofan fyrir Kolbeini og ritstjórn Fréttablaðsins.


mbl.is Segir Jón Ásgeir draga upp ranga mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll ráðþrota verkalýðsforystu

Í gegnum lífeyrissjóðina er verkalýðsforystan með ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðsforystan er hvorttveggja með afl og upplýsingar til að ákveða hvaða laun fyrirtækin geta borgað - og hvernig launakökunni skuli skipt.

Verkalýðsforystan nefnir ekki stöðu fyrirtækja og hvað þau geta borgað. Formaður VR kemur í sjónvarpsviðtal og segir að launafólk vilji fá sömu launahækkun og læknar.

Læknar eru óvart í vinnu hjá ríkinu og skipta nákvæmlega engu í afkomu fyrirtækja.

Verkalýðsforystan talar eins og hér sé sósíalískt samfélag þar sem ríkið ákveður öll laun í landinu.

Ríkið rekur ekki fyrirtæki landsins. Verkalýðshreyfingin sjálf er miklu nær því að reka fyrirtækin í gegnum lífeyrissjóðina.

Þegar verkalýðsforystan kann ekki og getur ekki verður almannavaldið að grípa í taumana og koma skikki á hlutina.

Löggjöf sem tekur verkfallsréttinum og misbeitinu hans annars vegar og hins vegar forræði verkalýðsforystunnar á lífeyrissjóðum ætti að kynna á alþingi.

Verkalýðsforystan vaknar ekki til lífsins fyrr en hagsmunum hennar er ógnað. Og við höfum almannavald til að vekja þennan forréttindahóp til vitundar um ábyrgð sína.


mbl.is Verkföllin bíta marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband