Já Ísland: ekki þarf samning til að taka afstöðu

ESB-sinnar skipuleggja sig í félagsskap sem heitir nafni til höfuðs tilgangi samtakanna, Já Ísland. ESB-sinnar halda löngum fram þeim málatilbúnaði að ekki sé hægt að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu nema fyrir liggi aðildarsamningur.

Í umsögn Já Íslands um tillögu vinstrimanna á alþingi um að endurlífga dauðu umsóknina frá 16. júlí 2009 er gríman felld og ESB-sinnar viðurkenna afstöðu sína

Já Ísland vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þá liggur það það fyrir. Það þarf ekki að kíkja í pakkann, ekki heldur að sjá hvaða samningur fæst ti að taka afstöðu með eða móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Um leið og ESB-sinnar viðurkenna þessa nýju afstöðu kippa þeir fótunum undan fyrri afstöðu, sem var að án samnings væri ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til ESB-aðildar.

Nema, auðvitað, að ESB-sinnar séu að játa á sig óupplýsta afstöðu. Og líklega er það tilfellið.

 

 


mbl.is „Málinu lokið af hálfu ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir: Davíð ofsækir mig ekki (lengur)

Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, hélt því lengi fram að valdamesti maður landsins, Davíð Oddsson, sæti um sig og sigaði lögreglunni á Baug. Í áravís var það viðkvæði Jóns Ásgeirs að Davíð Oddsson væri fjandmaður sinn.

Nú ber svo við að Jón Ásgeir skrifar grein í blað sitt og kennir Davíð ekki um ófarir sínar heldur Hæstarétti Íslands.

Útspil fjölmiðlaauðmannsins hlýtur að teljast þroskamerki.


Illugi á framfæri Orku Energy

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er á framfæri Orku Energy; þaðan fékk hann laun þegar hann var launalaus vegna hrunmála og Orka Energy bjargaði Illuga frá gjaldþroti með því að kaupa af honum íbúðina og leigja tilbaka.

Orka Energy stórgræðir á framfærslu menntamálaráðherra Íslands. Fyrirtækið sem starfar í útlöndum teflir fram ráðherra til að tryggja sér viðskiptasamninga. Illugi skipulagði ferð til Kína í þágu Orku og skreytti ferðina með nokkrum embættismönnum í undirstofnunum ráðuneytisins til að láta líta svo út að hér væri ekki ferð til að gjalda Orku Energy greiða.

Engin brýn ástæða var fyrir Kínaferð Illuga, önnur en hagsmunir Orku Energy. Ráðherra mátti sjálfur gerst vita um vanhæfi sitt gagnvart öllum málum sem snertu Orku Energy og átti að halda sér í mílu fjarlægð frá fyrirtækinu.

Hrunmálið sem gerði Illuga að próventukarli hjá Orku Energy var seta hans í Sjóð 9 hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Glitni. Það er sorrí saga um mann sem átti að vita betur.

Illugi heldur ekki máli sem ráðherra. Hann getur ekki þjónað almannahagsmunum þegar hann er ekki sinn eigin maður heldur annarra.


mbl.is Illugi þurfti að selja íbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband