Rússland er jafnmikil Evrópa og Þýskaland

Rússland stendur á milli asísku sléttunnar, sem rúmar Kína og Mongólíu, og útskaga evrasíuflekans sem myndar samfellt landflæmi frá Ermasundi til Kyrrahafs.

Þýskir herforingjar voru sannfærðir 1914 að tímabært væri að ráðast á Rússland áður en það yrði of sterkt fyrir þýska herinn. Þessi þýska sannfæring var veigamikill þáttur í upphafi fyrri heimsstyrjaldar.

Evrópusambandið ætlar sér Úkraínu en talar aldrei um aðild Rússlands að ESB. Rússland er til muna meira Evrópuland en t.d. Tyrkir sem ESB er búið að samþykkja sem umsóknarríki. Hvers vegna er ekki rætt um Rússa sem væntanlega ESB-þjóð?

Ástæðan er þessi: Rússland yrði langstærsta ríki Evrópusambandsins, bæði mælt í landflæmi og mannfjölda (145 milljónir).

Rússland er nánast frá náttúrunnar hendi óhæft til verða aðili að ESB enda myndu öflugustu þjóðirnar þar á bæ, Frakkland og Þýskaland, ekki samþykkja að verða hornkerlingar.

Verkefni Evrópusambandsins andspænis Rússum er að finna sambúðarform sem virkar. Fyrir Rússa virkar ekki sambúð sem byggir á því að ESB/Nato umkringi landið.

Bandaríkjamaðurinn J. J. Mearsheimer útskýrir skipulega og ítarlega í grein í Foreign Affairs hvernig Evrópusambandið lét bandarísk stjórnvöld móta utanríkisstefnu sína eftir fall Berlínarmúrsins.

Bandarísk stjórnvöld mótuðu sömu stefnu gagnvart Rússlandi og mistókst svo herfilega í Írak og Afganistan. Hugmyndin er að steypa þjóðir í sama mót sem verði næm á þarfir og hagsmuni Bandaríkjanna.

Evrópa lærði af nýlendusögu sinni að þjóðum verður ekki skikkað að vera svona eða hinsegin. Bandaríkin búa ekki að slíkum lærdómi.

Evrópusambandið vaknaði upp við vondan draum í Úkraínu og rær lífróður að koma í veg fyrir að vont versni með því að fá Bandaríkjamenn ofan af því að senda þangað vopn.

 


mbl.is Allt Vesturlöndum að kenna segir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimaður segir ESB verri en Sovétríkin

Fjármálaráðherra Grikka, Yanis Varoufakis, segir Evrópusambandið verri en Sovétríkin. Varoufakis situr í stjórn Syriza bandalag sem róttækir vinstriflokkar standa að

Eins og það sé ekki nóg þá líkir fjármálaráðherrann evru-svæðinu, sem er kjarni Evrópusambandsins, við spilaborg sem hrynji ef eitt ríki af 19 hverfur úr samstarfinu.

Til að bæta gráu ofan á svart er evru-svæðið að sigla inn í langt samdráttarskeið, jafnvel tvo áratugi

 

 


mbl.is Líkir evrunni við spilaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa í neyð; Bandaríkin stjórna ferðinni

Angela Merkel kanslari Þýskalands er í Washington að biðja Obama forseta að senda ekki vopn til Úkraínu. Merkel er sannfærð um að aukinn vígbúnaður muni aðeins auka ófriðinn milli uppreisnarmanna, sem Rússar styðja, og stjórnarinnar í Kiev er nýtur stuðnings Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Breið samstaða er um það á Bandaríkjaþingi að vopnasendingar til Úkraínuhers muni fæla Rússa frá frekari stuðningi við uppreisnarmenn. Þeir sem þekkja betur til, t.d. Merkel sem talar rússnesku og er kunnug þankagangi stjórnarinnar í Moskvu, þykjast vita að Rússar munu ekki gefa eftir í átökunum um Úkraínu enda öryggishagsmunir þar í veði.

Bandarísk vopn skiptu sköpum í Evrópu í fyrri og seinni heimsstyrjöld. Núna gætu þau hrundið af stað stórstyrjöld á austurlandamærum Evrópusambandsins.


mbl.is Hittast í Minsk á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband