Eygló borgar fyrir stuðning Sivjar

Eygló Harðardóttir rétt marði Willum Þór Þórsson í baráttunni um fyrsta sætið á lista Framsóknarflokkins í SV-kjördæmi. Siv var fráfarandi þingmaður flokksins í SV-kjördæmi en Eygló ný í kjördæminu. Aðeins tryggir framsóknarmann áttu kosningarétt, fólk sem var handgengið Siv.

Án fyrsta sætisins í SV-kjördæmi hafði Eygló ekki orðið ráðherra. Og væri hún ekki ráðherra gæti Siv ekki skrifað 20 milljón króna reikning á ráðuneytið sem Eygló stjórnar.

Tveir plús tveir eru enn fjórir.

 


mbl.is Siv fékk tæpar 20 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latir þingmenn stjórnarandstöðu

Á daginn trufla þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar, dótturfélagsins og Pírata störf alþingis með málþófi. Og bíta höfuðið af skömminni með því að neita kvöldvinnu.

Stjórnarandstöðuþingmenn heimta þægilega innivinnu þar sem dagvinnan fer í að slæpast í ræðustóli. Eftir ónýtt dagsverk er sett verkfall á yfirvinnu.

Dapurlegt. 


mbl.is Vilja ekki tala fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissaksóknari vill hengja bakara fyrir smið

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari braut í blað með ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi um manndráp af gáleysi. Sýknun hérðasdóms staðfestir að ekki var tilefni til opinberrar ákæru í þessu tilviki.

Frjálsleg umgengni Sigríðar með það vald sem henni er falið, að ákveða hverjir skuli sæta opinberri ákæru og hverjir ekki, er orðið að sjálfstæðu vandamáli í réttarkerfinu.

 


mbl.is „Ætla að halda áfram með líf mitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: stórt skotmark með lítið vald

Evrópusambandið misnotar það tiltölulega litla vald sem það hefur til að skipta sér af smámálum með reglugerðum um vinnutíma fólks og ljósaperur. Í stórum málum, flóttamannavandanum og efnahagsmálum, er ESB ráðþrota.

Almenningur í ESB-ríkjum mun ekki berjast fyrir tilvist sambandsins. Í besta falli lítur almenningur á ESB í nauðsynleg leiðindi. Þegar nauðsynina þrýtur eru leiðindin ein eftir.

Pólitísk öfl andstæð ESB eru í sókn víðast í Evrópu. Stór kerfi sambandsins, Schengen og evran, virka ekki undir álagi. Stórveldisdagar Evrópusambandsins eru liðnir.


mbl.is Hætta á að ESB liðist í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband