Blair varar góða fólkið við múslímum

Stuðningur við hryðjuverk Ríkis íslam og álíka samtaka nær djúpt inn í samfélög múslíma, segir Tony Blair fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands.

Ein þekktasta vinstriútgáfan á Bretlandi, Guardian, segir frá viðvörun Blair, sem hann flutti í fyrirlestri í Bandaríkjunum.

Blair sagði baráttuna gegn íslamistum bæði háða með vopnum og hugmyndafræði. ,,Öryggi okkar er ógnað inn á heimilum okkar," sagði Blair og vísaði til milljóna múslíma í Evrópu.

Íslensk sjórnvöld munu væntanlega sjá til þess að íslenskum innanlandsfriði stafi ekki ógn af múslímafasistum.


mbl.is Hét tryggð við Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á sérstökum lista ESB

Ísland er á sérstökum lista ESB; ekki sem umsóknarland heldur stendur það eitt í flokki landa sem hófu aðildarferli inn í sambandið en hættu við.

Listinn er á opinberri heimasíðu Evrópusambandsins. Ef smellt er á nafn Íslands kemur upp eftirfarandi skýring

Membership status

In March 2015 Iceland's government requested that "Iceland should not be regarded as a candidate country for EU membership". The Council took note and undertook further practical adjustments of its working procedures.

Allt er þetta nokkuð loðið. Á eftir klausunni er að finna yfirlit yfir þá kafla sem Ísland lauk áður en ferlið stöðvaðist.

Evrópusambandið tekur ekki af skarið með að Ísland sé ekki umsóknarríki á leið inn í sambandið. Þar með er flugufótur fyrir þeirri staðhæfingu Samfylkingar að hægt sé að hefja á ný aðildarferlið án nýrrar umsóknar. Sú staða er tvíbent. Samfylkingin strandaði með fyrri umsókn um aðild einmitt vegna þess að umboð þjóðarinnar var ekki fyrir hendi.

Ef Samfylkingin ætlar í kosningabaráttu með þá stefnu að vekja til lífs gömlu umsóknina munu fáir nema hörðustu ESB-kverúlantar styðja málefnið. Smáfylking ESB-kverúlanta getur kannski tryggt sér fáein þingsæti á alþingi en verður seint fjöldahreyfing.

 

 


mbl.is Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Japansvæðing evru-svæðisins

Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti og heldur áfram að kaupa skuldabréf til að flæða markaðinn með ódýrum peningum. Afleiðingin verður sú sama og í Japan, segir útgefandi FAZ í Þýskalandi, háar skuldir og tilfærsla fjármuna frá þeim efnaminni til þeirra efnameiri.

Peningapólitík evru-svæðisins virkar ekki. Þrátt fyrir núllvexti tekur raunhagkerfið ekki við sér, enn er atvinnuleysi á evru-svæðinu um tíu prósent.

Þegar kemur að skuldadögum, og ódýru peningarnir skila sér í verðbólgu, verða vextir evru-svæðisins hækkaðir bratt. Verðbréfavísitölur munu hrynja enda er þeim haldið uppi á peningaprentun.


mbl.is Áfram nánast engin verðbólga á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband