Góða fólkið og félagsleg harðstjórn

Freki karlinn og góða fólkið eru heiti á meginstraumum í pólitík í grein Þórðar Snæs Júlíussonar. Þórður segir m.a. um góða fólkið

Það er oft stutt í vandlætinguna hjá góða fólkinu. Þá breytist ætlað umburðarlyndi í heiftúðlega andúð gagnvart skoðunum þeirra sem horfa öðruvísi á heiminn en með þeirra góðu gleraugum. Þrátt fyrir allt frjálslyndið er alltaf ein skoðun „réttari“ en önnur. 

Eitt annað einkenni góða fólksins, sem Þórður nefnir ekki, er stöðug viðleitni þeirra til að búa til hópa, bæði á samfélagsmiðlum og í kjötheimum á Austurvelli. Góða fólkið er í stöðugri leit að meirihluta í þessu eða hinu málinu. Og meirihlutinn er alltaf notaður til að berja á einhverjum sem nýtur ekki hylli góða fólksins. Þetta einkenni, ásamt rétttrúnaðinum, fellur eins og flís við rass að skilgreiningu stjórnspekinga eins og Mill og Tocqueville á félagslegri harðstjórn.

Forsætisráðherra rekur eitt dæmi af mörgum í áramótaávarpi í Morgunblaðinu í dag af harðstjórn góða fólksins. Hagstofan birti upplýsingar um fólksflutninga til og frá landinu sem voru í andstöðu við þann spuna góða fólksins um að landið væri að tæmast af ungu fólki. Góða fólkið gerði hróp að embættismönnum sem tóku saman tölfræðilegar upplýsingar.

Ógnarorðræða góða fólksins er aðeins orð á meðan það er án valda. Komist góða fólkið í valdastöðu, líkt og gerðist kjörtímabilið 2009-2013, flyst ógnarorðræðan inn í stjórnarráðið. Enda logaði Ísland í illdeilum allt það kjörtímabil.


Bloggfærslur 31. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband