Jónas bloggar, Birgitta ritskoðar

Jónas Kristjánsson bloggaði í hádeginu um að lærisveinar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gerðu sig gildandi á spjallsvæði Pírata.

Birgittu Jónsdóttur höfuðpírata varð svo um að hún lokaði spjallsvæðinu síðdegis.

Píratar umbera aðeins sumar skoðanir.


Árni Páll grætur nýsköpun Össurar

Björt framtíð var hönnuð af Össuri Skarphéðinssyni þegar hann var utanríkisráðherra. Hann fékk tvo samfylkingarkettlinga, Guðmund Steingrímsson, sem dvalið hafði um hríð í Framsóknarflokknum, og Róbert Marshall til að vera andlit flokksins.

Björt framtíð þjónaði tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að rjúfa einangrun Samfylkingar í ESB-málum og í öðru lagi að sópa upp óánægjufylgi Samfylkingar. Björt framtíð varð ,,mjúkur" flokkur, ekki með einarða afstöðu í neinu máli en sammála flestu til vinstri og frjálslegu. ESB-stefna flokksins var að ,,kíkja í pakkann".

Flokkshönnunin klúðraðist. Í stað þess að sópa upp óánægjufylgi þá geirnegldi Björt framtíð stærsta ósigur nokkurs stjórnarflokks í Vestur-Evrópu eftir stríð. Fylgi Samfylkingar hrapaði úr tæpum 30 prósentum í 12,9% í síðustu kosningum. ,,Kíkja í pakkann" stefnan hjálpaði Samfylkingu lítt enda ESB-málið sjálfdautt fyrir kosningar þegar vinstristjórnin gerði hlé á aðildarferlinu.

Skiljanlega grætur Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar pólitíska nýsköpun hins síkáta Össurar.


mbl.is Skylda að reyna ríkisstjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varoufakis líkir ESB við Sovétríkin

Evrópusambandið er eins og Sovétríkin. Almennt var vitað að þau hryndu en ekki hvernig eða nákvæmlega hvenær.

Yanis Varoufakis, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands, býður upp á þessa líkingu á heimasíðu sinni, þar sem hann endurbirtir viðtal við sig í L'Espresso.

Í lok viðtalsins boðar Varoufakis evrópska hreyfingu róttækra til að bjarga Evrópusambandinu frá sjálfu sér.


Bloggfærslur 27. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband