Árni Páll stekkur á RÚV-vælubílinn

RÚV er of stór stofnun með fréttastofu sem heldur ekki faglegu máli. RÚV svarar gagnrýni með málssókn.

RÚV lítur svo á að stofnunin sé með áskrift að ríkisframlagi. Ef stofnunin fær ekki sínu framgengt er skrattinn málaður á vegginn og talað um pólitískar ofsóknir.

Auðvitað stekkur formaður Samfylkingar upp í RÚV-vælubílinn.


mbl.is „Allt árásir og pólitískar aðfarir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsherjabrot kalla á víðtækar rannsóknir

Í aðdraganda hrunsins voru framin margvísleg efnahagsbrot, fyrst og fremst af fjármálafyrirtækjum en líka stórfyrirtækjum með margslunginn rekstur.

Við þær aðstæður verður ríkisvaldið að fá víðtækar heimildir til rannsókna og taka fremur meira fyrir en minna.

Í öllum meginatriðum eru rannsóknir mála og dómsúrlausnir í samræmi við efnahagsbrotin sem framin voru.  

 


mbl.is Gagnrýndi „veiðiferðir“ ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðitilraun lýkur - ESB í kreppugír

Hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum markar endalok hagfræðitilraunar - að koma hjólum efnahagslífsins í gang með núllvöxtum og peningaprentun. Tilraunin ól af sér stóraukna misskiptingu tekna enda þeir ríku í betri aðstöðu til að nýta sér ókeypis peninga en launafólk.

Tilraunin með núllvexti og peningaprentun var hleypt af stokkunum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Markmiðið var að koma í veg fyrir að bankakreppan leiddi til kreppu í raunhagkerfinu með því að fyrirtæki fengju ekki lán.

Enginn veit hvaða afleiðingar vaxtahækkun felur í sér. Sjö ár með núllvexti er langur tími. Þýska útgáfan Die Welt segir að þriðjungur þeirra sem starfi í Wall Street, fjármálahverfi Bandaríkjanna, þekki vaxtahækkanir aðeins úr kennslubókum.

Hitt er vitað að vextir í hagkerfi evrunnar verða í núlli fram til 2017. ESB er enn í kreppugír með hátt atvinnuleysi og lítinn hagvöxt.

Fyrir Íslendinga þýðir þetta að dollarinn mun hækka en evran lækka.


mbl.is Stýrivextir hækka vestanahafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband