Vinstriflokkar reyna fjárkúgun

Pólitísk fjárkúgun stjórnarandstöðunnar misheppnast með því að forsætisráðherra stendur fast á þeirri meginreglu að semja ekki við ófyrirleitna tækifærissinna.

Hótun stjórnarandstöðu um að slá Íslandsmet í málþófi verður henni sjálfri að fjörtjóni.

Stjórnarandstaðan er ekki með nein þau málefni sem eru henni skjól fyrir málþófið. Við blasir hreinn og klár vandalismi, tilgangslaus skemmdarverk. Forsætisráðherra vex með því að standa í ístaðinu og gefa ekki eftir gagnvart óaldarflokknum á alþingi.


mbl.is „Við ætlum ekki að bjóða neitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn hætta í stjórnmálum - vilja utanþingsstjórn

Vinstri græn­ir og Sam­fylk­ing­in eru með 9,4% fylgi. Báðir flokk­ar missa fylgi síðustu tvo mánuði. Fylgi Bjartr­ar framtíðar er stöðugt undir lágmarki til að fá fulltrúa kjörinn á alþingi, eða 4,6%.

Við þessar aðstæður stingur Róbert Marshall þingmaður fylgislausrar framtíðar upp á sameiningu vinstriflokkanna.

Stóra sameiningarmál vinstrimanna er að utanþingsstjórn taki völdin að loknum næstu þingkosningum. Tilboð vinstrimanna til þjóðarinnar: kjósið okkur til að aðrir stjórni landinu.


mbl.is Píratar og Framsókn bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgajöfnuður sem bitnar á konum

Til eru Íslendingar sem segjast ekki búa hér á landi vegna þess að jöfnuður er of mikill. Til dæmis Björn Eydal Davíðsson aem kennir jöfnuðinn við fákeppni: ,,Önnur birtingarmynd þessarar fákeppni, sem birtist bæði meðal fyrirtækja og einstaklinga, er jöfnuður, bæði í verðlagi og launum."

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því að mögulega er jöfnuðurinn kominn út í öfgar. Vinnandi fólk fær minna í laun en bótaþegar.

Einn angi öfgajafnaðar er kynjamisrétti. Í nafni jafnaðar er háskólamenntun gjaldfelld með því að laun menntaðs vinnuafls eru litlu hærri en ómenntaðs. Konur eru æ stærri hluti menntaða vinnuaflsins og verða því fyrir barðinu á þessari þróun á meðan ómenntaðir karlar hagnast.

 


Bloggfærslur 14. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband