Dagur: stærstu mistök Samfylkingar

Án þess að ætla sér það bendir Dagur B. Eggertsson á stærstu mistök Samfylkingar þegar hann segir

Að mínu mati er lyk­ill­inn að því að ná góðum ár­angri í næstu kosn­ing­um að sækja í þenn­an gamla grunn sem Sam­fylk­ing­in var stofnuð á; að vera breyt­inga­afl, já­kvæður og upp­byggi­leg­ur far­veg­ur fyr­ir brýn­ustu breyt­ing­arn­ar sem þarf að gera í sam­fé­lag­inu á grund­velli jafnaðar­stefn­unn­ar.

Almenningur hafnaði Samfylkingunni við síðustu þingkosningar vegna þess að flokkurinn ætlaði að farga stjórnarskránni og flytja fullveldið til Brussel.

Samfylkingin sem ,,breytingarafl" er annað orð yfir stjórnskipunarbyltingu. Það er einfaldlega engin eftirspurn er slíkri byltingu, nema hjá jaðarhópum samfélagins.

Samfylkingu sem ,,breytingarafli" fylgir orðræðan um ónýta Ísland. Réttlætingin fyrir að bylta og breyta er sótt í fordæmingu á því sem fyrir er.

Það segir heilmikla sögu um Dag B. sem stjórnmálamann að hann vill endurtaka stærstu mistök Samfylkingar og býst við allt annarri útkomu en síðast.


mbl.is Dagur B. stefnir ekki á formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygi, fullvissa og lífshætta

Enginn veit neitt með vissu um framtíðina, hvorki stjórnmálamenn, vísindamenn eða hversdagsfólk. Samt sem áður verjum við tíma okkar og fjármunum í ráðstafanir vegna framtíðarinnar.

Loftslagsráðstefnan í París, sem þykir marka tímamót, kveður á um tiltekin markmið í loftslagsmálum til næstu tíu til 15 ára. Forsendur ráðstefnunnar eru að maðurinn ráði miklu um loftslag jarðarinnar. Engu að síður er vitað að náttúrulegar sveiflur á loftslagi gerast án aðkomu mannsins og eru m.a. raktar til sveiflna í styrk sólarinnar. Engin vissa er fyrir því að stór og göfug markmið, gangi þau fram, muni breyta loftslagi á jörðinni til hins betra.

Ofmælt væri að segja að lygin ríkti ein í öllu sínu veldi þar sem ekki væri fullvissa. Það eru líkur, meiri eða minni, á tilteknar staðhæfingar séu sannar en aðrar ósannar.

Viðtekin sannindi eru oft aðeins þau sem breið samstaða er um að hafa fyrir satt. Til skamms tíma var það haft fyrir satt að múslímatrú og hryðjuverk væru tveir aðskildir hlutir. Ekki lengur. Æ fleiri hallast að þeirri skoðun að múslímsk trúarmenning veiti bæði réttlætingu og hvatningu til hryðjuverka. Voru fyrri sannindin þá lygi?

Oft er ekki langt á milli lygi og fullvissu. Hvort sem bilið er breitt eða mjótt vitum við að lífshættan liggur þar á milli.


mbl.is „Allir stjórnmálamenn ljúga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband