Hlýnun eða ekki, án málamiðlunar

Í Telegraph er sannfærandi grein um oftúlkun á gögnum um hlýnun jarðar. En slái maður nafni höfundar, Christopher Booker, upp er hann í vondum félagsskap afneitara.

Orðfæri og málflutningur hlýnunarsinna og afneitara er þesslegur að maður gæti haldið að þeir væru þjálfaðir í íslenskri þraspólitík.

Meðalvegurinn týnist.

 


mbl.is „Við finnum lausn á vandanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman jarðar Þorvald og ESB-sinna

Með krónuna að vopni vann Ísland bug á kreppunni eftir hrun hraðar og betur en Írland með evru. Tölfræðilegar mælingar á hagvísum eins og þjóðarframleiðslu og atvinnustigi sýna þetta svart á hvítu.

Þorvaldur Gylfason og ESB-sinnar reyna hvað þeir geta að smíða grýlu úr bjargvætti okkar, krónunni, til að gera aðild að Evrópusambandinu ákjósanlegri. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, jarðar rökfærslu Þorvaldar og félaga.

Krugman vekur einnig athygli á hve ómerkilegur málflutningur Þorvaldar er með samjöfnuði danskrar og íslenskrar krónu frá árinu 1939.


mbl.is Sjálfstæður gjaldmiðill mikilvægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjórar vilja skattalækkun - eykur verðbólgu

Forstjórar óska eftir skattalækkun sem mun auka á þensluna og leiða til hækkandi verðbólgu. Forstjórar kunnu ekki fótum sínum forráð í útrás. Þeir hafa ekki enn lært sína lexíu og búið til ósjálfbært þensluástand.

Forstjórahagfræði er enn græðgisvædd skammtímahugsun sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður reddi okkur þegar út í ógöngur er komið.

Ríkisstjórnin ætti að skella skollaeyrum við áskorun forstjóranna og láta almannahagsmuni ráða ferðinni.

 


mbl.is 300 stjórnendur skora á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðból múslíma og böðlarnir

Sádi Arabar geyma minningu spámannsins og rækta arfleifð hans. Múslímum er gert að fara a.n.k. einu sinni á ævi í pílagrímsför til Mekka í Sádí Arabíu.

Grimmd sem vestræn ríki skildu eftir á miðöldum er alsiða í landi spámannsins. Hendur eru höggnar af mönnum við minni háttar afbrot og hausinn fær að fjúka ef brotin þykja meiri háttar.

Í lögbókum Sáda er dauðarefsing við trúskiptum. Vestræn ríki hafa í nafni trúfrelsis leyft að Sádi Arabar fjármagni moskur á vesturlöndum. Í þeim moskum er predikunin dauði og tortíming vestrænnar menningar.

Böðlarnir halda ekki allir á sveðju.


mbl.is Sádi-Arabar auglýsa eftir böðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband