Björt framtíð ógnar Samfylkingu

Björt framtíð var stofnuð til að veiða upp vinstriatkvæði sem féllu Samfylkingu ekki í skaut í þingkosningum og það lukkaðist sæmilega í fyrr. Með framboði Bjartar framtíðar til sveitarstjórna í þorra stærri sveitarfélaga landsins var tekið ákveðið skref í þá átt að festa stjórnmálaflokkinn í sessi.

Þegar Björt framtíð skákar Samfylkingunni í gömlum kratavígum eins og Hafnarfirði og Kópavogi eru drög lögð að umskiptum á vinstri væng stjórnmálanna.

Björt framtíð rekur kósístjórnmál sem eru samstarfsvænni en kreddustefna Samfylkingar. Ef fram heldur sem horfir brestur á flótti í röðum samfylkingarfólks sem leitar sér betri bithaga á kjörlendum Bjartar framtíðar - enda Björt framtíð samstarfstæk en Samfylkingin tæplega.


mbl.is Ármann áfram bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjaskýrsla sem viðheldur kynjakerfi

Með því að flokka krakka í stráka og stelpur við mat á vellíðan/vanlíðan gefa skýrsluhöfundar sér að kynjabreytan sé  afgerandi þáttur í tilveru krakka. En í skýrslunni segir að

kynja­kerfið sé heiti á þeim alda­gömlu hefðum sem setji bæði karla og kon­ur á af­markaða bása. Það sé gegn­sýrt menn­ingu okk­ar og viðhaldi stöðugt sjálfu sér.

Ef skýrsluhöfundar hefðu verið samkvæmir sjálfum sér, um að ,,kynjakerfið" sé úrelt, hefðu þeir átt að kanna vellíðan/vanlíðan út frá öðrum þáttum s.s. búsetu, efnahagsstöðu, fjölskyldumynstri, líkamsburðum eða áhugamálum.

Skýrslan er innblásin tískufyrirbrigðinu ,,kynjafræði" sem einatt glímir við mótsögnina um að krefjast frelsunar frá ,,kynjakerfi" í einn stað en gefa sér jafnframt að kynferði sé meginbreyta í samfélagin og stýrir félagslegri hegðun.

 


mbl.is Stelpum líður verr en strákum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband