Alræðisríki starfsfólks Fiskistofu

Starfsfólk Fiskistofu hefur haft helgina til að meðtaka tíðindin um að stofnunin verður flutt til Akureyrar í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að dreifingu opinberra starfa.

Það má hafa margar skoðanir á því hvort Fiskistofa sé betur staðsett í Hafnarfirði eða Akureyri.

En kenna fyrirhugaðan flutning við starfshætti alræðisríkis er bratt. Hvaða alræði setti Fiskistofu niður í Hafnarfirði? 


mbl.is Minnir á vinnubrögð í alræðisríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn brjálaðir út í betri hag heimilanna

Vinstrimenn eru brjálaðir út í fulla atvinnu, lágt atvinnuleysi og hagvöxt. Vinstrimenn telja ekki ástæðu til að fagna batnandi hag heimilanna.

Nei, þegar allar kennitölur íslenska hagkerfisins eru betri en flestra annarra ríkja, og miklu betri en í Evrópusambandinu, þá er herútboðið hjá vinstrimönnum enn það sama: verum brjáluð, skrifar Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður í málgagnið og telur Ísland óalandi og óferjandi.

Og hver er ástæða brjálæðisins og heimsósómaskrifanna?

Jú, neysluviðmið.

Íslenskum vinstrimönnum líður ekki vel nema allt sé í kalda koli. Einmitt þess vegna eigum við ekki fyrir nokkra muni að hleypa þeim í stjórnarráðið.


mbl.is Eignastaða batnar með hækkandi verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið mest pólitískt en minnst efnahagslegt

Okkur birtist hrunið í október 2008 sem gjaldþrot banka og ógn við fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar nokkru síðar - í Icesave-málum. Í kjölfarið varð að stokka upp eignarhald á atvinnulífinu og margur pappírsgróðinn hvarf eins og dögg fyrir sólu á meðan annar myndaðist fyrir tilstilli afskrifta.

Efnahagsleg áhrif hrunsins á almenning voru á hinn bóginn mun minni. Blessuð íslenska krónan, sem vinstrimenn þreytast ekki á að formæla, sá til þess að atvinnuleysi var nálega ekkert, nema í skamma stund eftir hrun, og hagvöxtur tók fljótlega við sér.

Við vorum fljót að jafna okkur efnahagslega eftir hrun. Á hinn bóginn verðum við töluvert lengur að ná nýju pólitísku jafnvægi.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem var hryggstykki stjórnmálanna í áratugi, laskaðist verulega við hrunið. Vinstrimenn töldu sig komna til langtímavalda með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fengu framan í sig blauta tusku kjósenda vorið 2013 sem höfnuðu forsjá þeirra. 

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari eftirhrunsstjórnmálanna. Enda gerði flokkurinn með rétta afstöðu í öllum stærstu málunum; stóð með krónunni, er á móti ESB-aðild og hafnaði Icesave-lögunum.

Á hinn bóginn er langur vegur að nýtt jafnvægi sé komið á stjórnmálin, eins og sást í sveitarstjórnarkosningum í vor. 


mbl.is Lífsgæðin svipuð og fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband