XD í Reykjavík áfram í samræðustjórnmálum

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stundaði samræðustjórnmál í samstarfi við vinstriflokkana allt síðasta kjörtímabil með þeim árangri að flokkurinn fékk í vor lélegustu kosningu í sögu sinni.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík heldur áfram vonlausu pólitísku ferðalagi sínu inn í eyðimörk vinstrimanna með því að byrja á því að hafa samráð við vinstrimeirihlutann um nefndarkjör.

Eftir fjögur er óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bjóða fram í Reykjavík, nema þá sem enn eitt flokksbrotið á vinstri væng stjórnmálanna. Hægrimenn hafa Framsóknarflokkinn.


mbl.is Komnir undir pilsfald meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slor verður líftækni

Að vinna við fiskvinnslu var oft kallað að vera í slorinu og þótti ekki par fínt. Veiðar og vinnsla sjávarafurða eru þó undirstaða velferðarsögu þjóðarinnar síðustu rúmu hundrað árin. Framtakssamir einstaklingar í sjávarútvegi eru oft fóstraðir upp ,,í slorinu."

Einn þeirra er Pétur Hafsteinn Pálsson forstjóri og eigandi Vísis í Grindavík. Í viðtali við Víkurfréttir birtist áhugaverð framtíðarsýn

,,Tölvugúrú, markaðsfræðingur, hönnuður og vélfræðingur. Öll menntun kemur að góðum notum í sjávarútvegi. Skil á milli atvinnugreina eru alltaf að minnka. Hvenær verðum við líftæknifyrirtæki? Hvenær erum við flutningafyrirtæki? Fiskeldi, er það landbúnaður eða sjávarútvegur?“ Búið sé að hólfa atvinnugreinar of mikið niður, í hugsun, gjörðum og í skólakerfinu. Að mati Péturs mun slíkt þurrkast út hjá nýrri kynslóð.

Þegar slorið er orðið að líftækni er kominn annar bragur á umræðuna um efnahagslega undirstöðu þjóðarinnar.

 

 


Bloggfærslur 16. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband