Samkeppni á sjónvarpsmarkaði er engin

Yfirtaka 365 miðla á nýrri sjónvarpsstöð án þess að minnst sé á samkeppni staðfestir að hún er engin.

365-miðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar einfaldlega eiga útvarps- og sjónvarpsmarkaðinn á Íslandi - að frádregnum ríkishlutanum.

Á ekki að vera til stofnun sem sinnir samkeppnismálum hér á landi?


mbl.is 365 eignast Bravó og Miklagarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skæruverkföll og samfélagsfriður

Flugmenn verða ekki skikkaðir til að vinna yfirvinnu, fremur en aðrir launþegar. Á hinn bóginn liggur í augum uppi að flugmenn hafna yfirvinnu ekki af þeirri ástæðu að þeir séu að taka upp breyttan lífstíl, vinna minna og lifa af dagvinnunni, heldur af hinu að þeir standa í launadeilum við Icelandair.

Eftir lagasetningu á verkfall flugmanna er ekki skynsamlegt að grípa til skæruhernaðar af þessu tagi. Lagasetningin og umræðan í kringum hana sýndi að flugmenn njóta einskins stuðnings í samfélaginu.

Stétt sem segir sig úr lögum við samfélagið er komin með sín mál út í algera ófæru.


mbl.is Starfsmenn Icelandair grýttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólon, Sigmundur Davíð og bakmælgi Benedikts J.

Skuldaleiðréttingar eru jafngamlar lýðræðinu. Sólon, sem uppi var á sjöttu öld fyrir Krist, og eignaðar eru grunnstoðir lýðræðis í Aþenu til forna, beitti sér fyrir skuldaleiðréttingu þegar í óefni var komið fyrir aþensku samfélagi.

Aristóteles segir að andstæðingar Sólon hafi núið honum um nasir að hafa grætt á skuldaniðurfellingunni; látið vini sína vita af henni fyrirfram sem  tóku lán og keyptu eignir en fengu skuldirnar felldar niður.

Orð Aristótelesar minna á að pólitískt baktal er eldra lýðræðinu. Baknag í Aþenu til forna snerist um hagsmuni og grunsemdir misnotkun opinbers valda og er fylgifiskur stjórnmála löngum síðar.

Rógur Benedikts J. um forsætisráðherra, sem samfylkingarútgáfa ber á borð, styðst hvorki við hagsmuni né grun um að ekki sé allt með felldu í opinberum málum. 

Áburður Benedikts er rætnin sjálf uppmáluð. 


mbl.is Hægt að sækja um skuldaleiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband