Ríkisstjórn sem stjórnar ekki er feig

Afturköllun ESB-umsóknar var samnefnarinn sem bjó til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Ef ríkisstjórnin gefst upp á því að afturkalla ESB-umsóknina er hún hætt að stjórna utanríkismálum þjóðarinnar. Og ríkisstjórn sem ekki stjórnar er búin að vera - þótt dánartilkynning sé ekki enn undirrituð.

Ríkisstjórnin er búin með fjórðung af kjörtímabilinu. Ef ESB-umsóknin verður látin standa á hún ekki framtíð, einfaldlega vegna þess að án samnefnara gliðnar stjórnin í sundur. Og enginn annar samnefnari en andstaðan við ESB stendur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs til boða. 

 


mbl.is ESB-málið stjórnarflokkunum „dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir veit ekki og kann ekki

Maðurinn sem átti flesta fjölmiðla landsins, langstærstu smásölukeðjuna og einn af þrem stærstu bönkum hér á landi vissi ekkert um fjármál og kunni ekki að meta fjárhagslega áhættu, að sögn verjanda hans.

Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, drottnaði yfir viðskiptalífinu á árunum fyrir hrun. Stjórnmálamenn og heilu stjórnmálaflokkarnir lutu vilja Jóns Ásgeirs en bæði fjármagnaði hann þá og sá til að þeir fengu umfjöllun í fjölmiðlum. Sjálfa hrundagana var hann með viðskiptaráðherra Samfylkingar í vasanum og kallaði hann til sín eftir þörfum.

En núna eigum að trúa því að Jón Ásgeir hafi verið óvirkur áhorfandi að fjármálaveldi sínu og látið aðra um að taka helstu ákvarðanir, jafnvel þær sem vörðuðu beint viðskiptafléttur Jóns Ásgeirs. 

Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, býr til persónu sem veit ekki og kann ekki og vissi mest lítið um hverju fram vatt í íslensku viðskiptalífi.

Gestur gerir orðspori Jóns Ásgeirs ekki greiða með því að lýsa hann ósakhæfan á þeim grunni að hann hafi verið utangátta. Jón Ásgeir stundar enn viðskipti og þarf á því að halda að vera talinn með á nótunum.

 


mbl.is Jón Ásgeir hafði ekki boðvald yfir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband