Lögmál lýðveldisins og fylgi Bjartrar framtíðar

Eitt lögmál lýðveldisins var aftengt eftir hrun. Björt framtíð græðir mest á hljóðlátri pólitísku byltingu sem aftengingin vitnar um.

Lögmálið er þetta: þegar hægristjórn er í landinu og vinnudeilur standa yfir þá hagnast vinstriflokkarnir og því meira sem fleiri hópar launþega standa í stórræðum.

Nú standa yfir fleiri og víðtækari vinnudeilur en þekkst hafa frá löngu fyrir aldamót en fylgi vinstriflokkana er nánst kjurt frá síðustu kosningaúrslitum - sem voru vinstriflokknum þungbærar.

Nema Bjartri framtíð, sem mælist næst stærsti flokkur landsins á eftir Sjálfstæðisflokknum.

Deilur um hvernig skipta ætti þjóðarkökunni skilgreindu stjórnmál alla síðustu öld. Vinstriflokkarnir voru stofnaðir gagngert til að berjast fyrir stærri hlut launþega. Þessi barátta gaf vinstriflokkunum inntak og markaði pólitískar starfsaðferðir.

Verkalýðspólitíkin er liðin tíð en vinstriflokkarnir nota sömu pólitísku taktík fyrir nýjum málum; Samfylkingin fyrir ESB-umsókninni og VG fyrir náttúruvernd. Hvorugt virkar vegna þess að kjósendahópur vinstriflokkanna er ekki stilltur inn á baráttupólitík.

Kjósendahópur vinstriflokkanna er að stærstum hluta kósí-fólkið sem nennir ekki hávaða og látum. Það vill notalegt líf án átaka og segir já við Bjartri framtíð. 


mbl.is Flugvallarstarfsmenn samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stétt með stétt; samstaða í sundrungu

Stéttastjórnmál eru liðin tíð; engin pólitík er gerð úr því að ríkisvaldið setji lög á verkföll og allra síst þegar hátekjuhópur á í hlut. Á yfirborðinu virðist ríkja sundrung í samfélaginu, sé horft til fjölda verkfalla og aðgerða vegna kjaradeilna. Að ekki sé talað um ástandið á alþingi.

Á hinn bóginn ríkir samstaða í samfélaginu eftir hrun að við erum öll á sama báti. Og ef einhver ætlar að bera meira úr býtum í kjaradeilum en aðrir hópar verða að standa skýr og nær óvefengjanleg rök til þess.

Það stjórnmálafl sem best nær að tóna samstöðuna í eftirhrunssamfélaginu verður leiðandi afl í pólitík næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn er í bestum færum til þess. Hugmyndin um stétt með stétt er þaðan komin fyrir miðja síðustu öld. Stjórnmál eru sígild þegar að er gætt.


mbl.is „Þetta er alltaf neyðarúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband