Forstjóri Icelandair segi af sér

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair ber ábyrgð á ógöngum félagsins og ferðaþjónustunnar. Björgólfur hugsar meira um að hlaða undir sjálfan sig og nánustu samverkamenn en að byggja upp samheldni í fyrirtækinu.

Björgólfur á að segja af sér hið snarasta. Stjórnin ráði nýjan forstjóra á 50 prósent lægri laun og þá er hægt að fara að tala við flugmenn.

Ábyrgð Björgólfs er því meiri að hann er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins. Ef hann sjálfur kveikir ekki á perunni verða lífeyrissjóðirnir, sem eiga stærsta hlutinn í Icelandair, að reka manninn.


mbl.is Fjölmargir afpanta Íslandsferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er aulinn í sauðagærunni

Hann hefnir sín sauðsháttur forystu Sjálfstæðisflokksins, að koma til móts við flokkslegu ESB-örverpin með því að hætta við afturköllun ESB-umsóknar annars vegar og hins vegar leiða ESB-sinna til forystu í höfuðborginni.

Í stað þess að standa í ístaðinu og bera fram þá stefnu sem flokkurinn var kjörinn til að framfylgja fyrir ári er stöðugur afsláttur gefinn óbilgjörnu minnipokafólki sem getur ekki einu sinni að safnað undirskriftum án þess að svindla. 

Sjálfstæðisflokkurinn fær sína verstu kosningu í höfuðborginni í manna minnum vegna þess að fólk treystir ekki aulum í sauðagæru. 


mbl.is Samfylking stærst í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfum Icelandair að blæða út

Ofurlaun forstjóra Icelandair og æðstu stjórnenda eru fordæmi fyrir flugmenn. Ríkisstjórnin á ekki að skera forstjórann úr snörunni sem hann hnýtti sér sjálfur. 

Að stofni til er Icelandair flugmannafélag. Forverar félagsins, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, voru stofnuð af flugmönnum. Forstjórar voru með rúm flugmannslaun. Í tíð Sigurðar Helgasonar  var forstjórinn með 1,5-föld flugmannslaun. Snillingurinn sem stýrir félaginu núna er með þreföld flugmannslaun auk fríðinda.

Icelandair er rotið félag sem á ekki að bjarga með lagsetningu. Forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannesson, er jafnframt formaður Samtaka atvinnulífsins sem mótað hefur kjarastefnu sem aðeins er fyrir almenna launþega en ekki stétt forstjóra. Launþegar fá skammtað skít úr hnefa en forstjórarnir maka krókinn.

Björgólfur situr sem forstjóri í skjóli lífeyrissjóðanna sem tóku þátt í útrásarruglinu með auðmönnum og lærðu ekkert af þeirri reynslu. 

Látum Icelandair blæða út, verða gjaldþrota ef ekki vill betur. Icelandair var einu sinni djásn íslenskra fyrirtækja en er orðið græðgisöflum að bráð. Engin hætta er á að landið verði samgöngulaust - enda fljúga hingað reglulega fleiri en tíu áætlunarflugfélög.

Það á ekki að setja lög í þágu veruleikafirrtra forstjóra og óábyrgra eigenda. 


mbl.is Lög á flugmenn ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband