Launasjálftektin í háloftum byrjar á jörðu niðri

Forstjórar stunda launasjálftekt á Íslandi og nú í æ ríkari mæli í skjóli lífeyrissjóða sem eiga stóra hluti í helstu fyrirtækjum landsins. Forstjórar landsins og klíkubræður þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða skapa fordæmi sem flugmenn Icelandair hyggjast fylgja.

Icelandair er ekki jafn einrátt í flugi til og frá landinu og löngum áður. Ein tíu eða tólf félög  bjóða áætlunarflug hingað. Hörmungarstaðan hjá Icelandair gefur öðrum tækifæri; Wow kom með fulla vél af farþegum frá Kaupmannahöfn áðan en gær var innan við helmingur sætanna seldur.

Skæruhernaður 200 flugmanna Icelandair heldur vonandi áfram nógu lengi til að kenna þeim sjálfum lexíu og fyrirtækinu. Þegar flugmenn Icelandair sækja um hjá Wow eru ekki í boði heildarlaun upp á 1,5 m. kr. á mánuði. Og þegar Icelandair verður að skera niður starfsemina vegna þess að farþegar leita annað þá kannski skilja lífeyrissjóðirnir að launasjálftekt æðstu stjórnenda er ekki til farsældar.


mbl.is Fleiri ferðum til Ameríku aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ber ábyrgð á óöldinni í Úkraínu

Viktor Janúkóvítsj var löglega kjörinn forseti Úkarínu. Þegar hann hafnaði samstarfssamningi við Evrópusambandið ákvað elítan í Brussel að styðja andstæðinga Janúkóvítsj sem steyptu honum af stóli. Pútín Rússlandsforseti notaði upplausnina í kjölfarið til að styrkja stöðu sína í Úkraínu, m.a. með því að innlima Krím.

Evrópusambandið hratt af stað atburðarás sem það réði ekki við og hefði betur farið fram af meiri varkárni.  Á þessa leið greinir Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan stöðu mála í Úkraínu.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, viðurkennir óbeint að vangeta sambandsins hafi komið fram í Úkraínu-deilunni vegna þess að ESB sé alltof upptekið af því að deila um hvernig ákvarðanir eru teknar - fremur en að fjalla um stefnumörkun og einstök stefnumál.

Evrópusambandið er klofið í afstöðu sinni til Úkraínu. Opinberu afstöðunni er andmælt af sterkum pólitískum hópum í Þýskalandi sem gagnrýna hörkuna í afstöðu ESB til Rússa.  Helmuth Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, telur innlimun Pútíns á Krímskaga fullkomlega eðlilega aðgerð.

Úkraínudeilan sýnir vangetu Evrópusambandsins að fóta sig í valdatafli alþjóðstjórnmála. Annað tveggja hlýtur að gerast, að sambandið haldi áfram að gliðna og verða æ marklausari á alþjóðavettvangi eða að ógnin af Rússum, raunveruleg eða ímynduð, stórauki samrunaþróunina í átt að Stór-Evrópu sem yrði mótvægi við forræði Rússa í Austur-Evrópu.


mbl.is Greiða atkvæði um sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband