Skæruhernaður flugmanna Icelandair

Það væri tillitssamara af flugmönnum Icelandair að fara einfaldlega í verkfall og fá eina af þrem rökréttum niðurstöðum; A. brjóta á bak aftur ríkjandi launastefnu með tilheyrandi afleiðingum; B. gera Icelandair gjaldþrota og C. fá á sig lög.

Skæruhernaður flugmanna bitnar illa á farþegum sem fá að vita með nokkurra klst. fyrirvara að flugi er aflýst vegna þess að flugmenn eru hættir yfirvinnu og/eða boða veikindaforföll. Þetta eru ósmekklegar aðfarir hálaunamanna, svo vægt sé til orða tekið.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar eru heildarlaun flugmanna Icelandair á mánuði 1500 til 1700 þús. kr. og eru það þreföld mánaðarlaun Meðal-Jónsins. Margur þiggur minni laun og lætur sér ekki til hugar koma að læðast aftan að samborgurum sínum.


mbl.is „Stöndum ekki að skæruhernaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins stríð getur bjargað ESB

Til að bjarga Evrópusambandinu þarf styrjöld. Sameiginlegt mynt er misheppnuð; sameiginlegt regluverk er misheppnað; sameiginlegt þing er algerlega misheppnað - eins og kosningar síðar í mánuðinum leiða í ljós.

Evrópusambandið tekur einatt stökk í samrunaátt þegar stórfelld ógn steðjar að. ESB varð til í skugga kalda stríðsins og sameiginlegur gjaldmiðill var ákveðinn þegar Þýskaland sameinaðist og ógnaði valdajafnvæginu innan sambandsins.

Til að búa til Stór-Evrópu úr Evrópusambandi sem er að gliðna í sundur þarf stríð. ESB-elítan mun kætast ef meiri ófriður losnar úr læðingi í Úkraínu. Það yrði ekki í fyrsta sinn í sögunni sem stjórnmálamenn nota stríð til að bjarga sér úr sjálfskaparvíti.


mbl.is Haft neikvæð áhrif á útflutning Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin og drykkfelldi presturinn

Um prest sem þótti sopinn góður var sagt að hann væri ónærgætinn sjálfum sér. Um ríkisstjórn Sigmundar Davíðs má segja að hún ség ónærgætin sjálfri sér með því að farga málinu sem skóp ríkisstjórnarflokkunum tveim sóknarfæri á síðasta kjörtímabili: andstöðunni við ESB-umsókn Samfylkingar.

Ríkisstjórnin segist ætla að koma ,,stóru málunum" í höfn en bíða með afturköllun umboðslausu umsóknarinnar. Með leyfi: ESB-málið er langstærsta pólitíska deilumál seinni tíma stjórnmálasögu Íslands.

Svokallað ,,stórt mál" ríkisstjórnarinnar er að gefa heimilum landsins fé, og kalla það skuldaleiðréttingu. En þetta er ekki stærra mál en svo að heimilin eru í fínni stöðu nú þegar og þurfa ekki á gjafagjörningi ríkisstjórnarinnar að halda. Svokölluð skuldaleiðrétting er aðeins redding á yfirboði Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni - og það er ekki stórt mál.

Ríkisstjórnin er ekki allsgáð þegar hún hættir við afturköllun á ESB-umsókninni. Dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar í stórmáli verður henni að fótakefli allt kjörtímabilið og skapar andstæðingum hennar viðspyrnu.


mbl.is Samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband