Aðeins stríð getur bjargað ESB

Til að bjarga Evrópusambandinu þarf styrjöld. Sameiginlegt mynt er misheppnuð; sameiginlegt regluverk er misheppnað; sameiginlegt þing er algerlega misheppnað - eins og kosningar síðar í mánuðinum leiða í ljós.

Evrópusambandið tekur einatt stökk í samrunaátt þegar stórfelld ógn steðjar að. ESB varð til í skugga kalda stríðsins og sameiginlegur gjaldmiðill var ákveðinn þegar Þýskaland sameinaðist og ógnaði valdajafnvæginu innan sambandsins.

Til að búa til Stór-Evrópu úr Evrópusambandi sem er að gliðna í sundur þarf stríð. ESB-elítan mun kætast ef meiri ófriður losnar úr læðingi í Úkraínu. Það yrði ekki í fyrsta sinn í sögunni sem stjórnmálamenn nota stríð til að bjarga sér úr sjálfskaparvíti.


mbl.is Haft neikvæð áhrif á útflutning Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Mig hefur grunað að sá sem bar eld að Úkraínsku púðurtunnunni hafi gert það til að hagnast á því. Evrópusambandið mun nú þrýsta en frekar á samruna og uppbyggingu sameiginlegs hers. Þegar á það stig verður komið verður, eins og skylduaðild að evru, öllum ríkjum skylt að skaffa byssufóður og fé, þetta verður notað af ókosnu elítunni í Brussel til að stofna til ófriðar með það að markmiði að auka samrunan en frekar.

Eggert Sigurbergsson, 10.5.2014 kl. 14:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar álíka grunur um neista sem datt á púðrið læðist að mér,fæ ég samviskubit. Við samskonar aðstæður hér á heimavelli,hefjast róstur á ritvellinum,ekki beint banvænar,en í því liggur munurinn um meinta gruninn. Hver hefur ekki séð renna á menn æði, sem hafa uppgötvað að sköpun þeirra er hrunin til grunna. Í samskiptum ,þekkjum við þá sem stórbokka og getum ekki vænst að þeir taki Zorba á þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2014 kl. 14:57

3 Smámynd: Elle_

Góð Helga.  Og í æðisköstum kasta þeir lygasögum og skít þar sem þeir geta ekki skotið neinum alvöru kúlum á ritvelli. 

Elle_, 10.5.2014 kl. 15:19

4 identicon

Það er ekkert gefið að ESB muni hafa betur í stríði komi til þess.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 16:20

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Heil og sæl.

Átökin í Úkraínu. 

Ef þið skoðið,  "Shale gas by country" 

http://en.wikipedia.org/wiki/Shale_gas_by_country

 Þá er auðvelt að sjá orkuhagsmuni í Úkrainu.

Þarna eru stærstu olíufélög heims komin til að nýta gasið, orkuna.

Þarna þurfa aðilar að hugsa upp framtíðar not, sem verða góð fyrir alla, kippa Rússum inn í hópinn.

Það er ekki verra að athuga um hvað málið snýst.

Þá notum við andann, hugsunina, heilan.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 11.05.2014   Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 11.5.2014 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband