Benedikt hættur í Sjálfstæðisflokknum

Benedikt Jóhannesson, síendurkjörinn formaður félagsskapar ESB-sinna, sem einu sinni hétu Sjálfstæðir Evrópumenn, þá Sterkara Ísland en núna Já Ísland (og næst líklega Halló Hafnarfjörður), gefur það út í Fréttablaði ESB-sinna að margboðað framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur er slegið af.

Fáir sinntu kalli Benedikts síendurkjörna. Jórunn heiðurskona úr síðasta sæti Sjálfstæðisflokksins í borginni hlýddi að vísu kallinu en það dugði ekki til.

Benedikt ætlar þó ekki að leggja árar í bát enda með annan öflugan liðsmann, Svein Andra, sem mun leggja til hugmyndafræðina í nýjan hægriflokk ESB-sinna. Í fréttinni í málgagninu segir

Hægri menn ætla að halda tvo undirbúningsfundi í vor. Í kjölfarið á að stofna nefnd sem á að hafa veg og vanda af því að stofna flokkinn.

Af þessu má ljóst vera að feikna gangur er í undirbúningnum, heilir tveir undirbúningsfundir haldnir á vormánuðum og þar smalað í sérstaka nefnd til að stofna flokkinn. Þegar stofnað er til fjöldahreyfingar sem á að kollvarpa hugmyndum okkar um stjórnmál verður að vanda til verka. 

Benedikt hlýtur að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum, fyrst hann er kominn á kaf i að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill sagt frá því að Benedikt Jóhannesson sé hættur í Sjálfstæðisflokknum?


Þjóðríkjareglan og stjórnleysið í Evrópu

Úkraína er stjórnlaust land enda hlýðir ekki nema hluti landsmanna ríkisstjórninni í Kænugarði. Rússneski minnihlutinn er í reynd búinn að segja sig úr lögum við þjóðríkið Úkraínu.

Þjóðríkjareglan, sem dregin var af 14 punkta yfirlýsingu  Wilsons Bandaríkjaforseta við lok fyrra striðs, er í upplausn.

Hvort Úkraína liðast formlega í sundur eða fundin verði leið að halda landinu að nafninu til í einu lagi , t.d. með því að skipta landinu upp í sambandsríki með víðtæka sjálfsstjórn, er ómögulegt að segja til um.

Hitt er öllum ljóst að umbrotaskeiðinu á meginlandi Evrópu er hvergi nærri lokið. 


mbl.is Treystir ekki eigin hersveitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjóri Marels hugsi sinn gang

Marel er í stórfelldum vandræðum. Hlutabréf í fyrirtækinu falla og starfsmönnum er sagt upp - sem þýðir minni vöxtur sem aftur vísar til enn lægra hlutabréfaverðs. Hluthafar kunna Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra litlar þakkir fyrir frammistöðuna.

Árni Oddur ætti að íhuga stöðu sína, einkum og sérílagi þar sem hann fótar sig illa í hlutverki sínu sem forstjóri með því að gera Marel að slagsmálahundi í pólitík. Árni Oddur gaf starfsfólki Marels frí til að taka þátt í mótmælafundi Samfylkingar og ESB-sinna gegn ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar.

Starfsfólk Marels starfaði ekki í þágu hluthafa þegar það fór úr vinnunni til að mótmæla í þágu forstjórans. Hluthafar voru ekki spurðir um þá stefnu forstjórans að beita starfsmönnum fyrir pólitískan vagn ESB-sinna. En hluthafar sitja uppi með reikninginn.

Árni Oddur hlýtur að íhuga sína stöðu.


mbl.is Hlutabréf í Marel hríðfalla í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband