RÚV: Breivik var ekki múslími - ekkert ađ óttast

RÚV sagđi okkur í kvöldfréttum ađ íslenska lögreglan ţyrfti ekki ađ vopnast vegna uppgangs herskárra múslíma. Rökin fyrir ţessari niđurstöđu eru sótt til talsmanns félags múslíma á Íslandi.

Talsmađur múslíma varađi viđ ljóshćrđum og kristnum öfgamönnum eins og Breivik en taldi ekkert ađ óttast fjöldamorđingjana í Ríki íslams.

Nei, ţetta voru ekki ljóskufréttir í skólaútvarpi heldur RÚV 30. nóvember á ţví herrans ári 2014.


Egill segir Bigga löggu til syndanna

Egill Helgason, sem hefur lesiđ ,,milljón" greinar um pólitískan rétttrúnađ, segir Bigga heimska löggu undir ţeirri rós ađ Biggi skrifađi grein sem ekki er sú ,,skarpasta."

Biggi lögga biđst vćgđar eftir ađ hafa lent í hakkavél Egils og rétttrúnađarliđsins.

Ţađ er munur ţegar ,,milljón greina" menn kenna almúgafólki hver ţeirra stađa er í lífinu; ađ halda kjafti og bugta sig fyrir ţeim rétthugsandi.

 

 

 

 


Stríđ, smáríki og stórţjóđir

Stríđ bjó til smáríkiđ Danmörku, sem lćrđi ţá lexíu í stríđinu viđ Prússa 1864 ađ smáríkjum sé hollast ađ rćkta garđinn sinn. Fyrir 1864 taldi Danmörk sig til stórríkja međ nýlendur eins og Ísland, Grćnland og Fćreyja í Norđur-Atlantshafi en jafnframt međ ítök í Vestur-Indíum, Afríku og Asíu. Í dönskum kennslubókum er Danmörk sögđ á nýöld međalstórt nýlenduríki.

Suđur af Danmörku tilheyrđu ţýskumćlandi ţegnar Danakonungi frá miđöldum, í hertogadćmunum Slésvík og Holsetalandi.

Danir töldu sig eiga í fullu tré viđ Prússa, sem undir stjórn Vilhjálms konungs og Bismarcks, gerđu sig líklega til ađ taka forystuna af Austurríkismönnum viđ ađ sameina ţýskumćlandi í eitt ríki - Ţýskaland.

Prússar lćrđu af Napoleónsstyrjöldunum ađ međ hernađarmćtti mćtti hvorttveggja sundra ţjóđir og sameina. Höfundur kenningarinnar um ađ stríđ vćri pólitík međ öđru verklagi er einmitt Prússinn Carl von Causewitz og hann lćrđi sín frćđi af hernađi Korsíkumannsins knáa.

Danir gjörtöpuđu stríđinu 1864 fyrir Ţjóđverjum, sem lögđu undir sig mestallt Jótland. Tap Dana var hernađarleg, diplómatískt og hugsjónalegt, segir í Politiken um stríđiđ 1864, en sjónvarpsţćttir byggđir á stríđinu eru sýndir í DR og RÚV.

Í friđarsamningunum eftir 1864 kom til tals í Danmörku ađ bjóđa Prússum Ísland í skađabćtur til ađ halda nyrsta hluta Slésvíkur, sem var einkum byggđ Dönum. Prússar, góđu heilli, voru ađ svo komnu máli ekki á höttunum eftir heimsveldi heldur ţýsku heimalandi og Ísland féll ekki undir ţađ hugtak.

Prússar gengu á lagiđ eftir sigurinn yfir Dönum. Ţeir herjuđu á Austurríkismenn 1866 og fjórum árum síđar Frakka og sigruđu báđa auđveldlega. Prússakonungur var krýndur keisari Ţýskalands áriđ 1871.

Danmörk varđ ţannig smáríki eftir stríđsreynslu en Ţýskaland stórríki. Íslendingar, sem ţekkja mennsk stríđ mest af afspurn en ţví betur stríđ viđ náttúruöflin, gera rétt í ađ halda sér í sem mestri fjarlćgđ frá bandalögum og hrossakaupum stríđsţjóđanna á meginlandi Evrópu.

 

 


Bloggfćrslur 30. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband