Pólitíkin rétt, analísan röng

Pólitískur boðskapur forsetans er réttur og vel tímasettur; Icesave-frumvarpið fer í þjóðaratkvæði. Greiningin á kerfislægum ástæðum hrunsins er hins vegar röng. Flokksræði hefur verið víkjandi þáttur hér á landi í tvo áratugi. Það voru græðgisblindaðir  faglegir sérfræðingar sem ráku efnahagskerfi okkar fram af bjargbrúninni ekki stjórnmálamenn.

Siðvæðing og áherðing um  að siðferðilegt auðmagn ráði meiru en stjórnarskrár um heilbrigða stjórnarhætti er réttmæt ábending, þótt Ólafur Ragnar verður ekki sakaður um að vera best fallinn til að hafa í frammi slík sjónarmið.

Eitt lítið atriði sem hefði mátt fljóta með væri áminning til okkar allra að líta í eigin barm og spyrja hvernig við stóðum okkur áratuginn sem kenndur er við útrás. En auðvitað má maður ekki gera ofurmannlegar kröfur til forseta Íslands.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hvað ég vona að hann standi nú með þjóðinni.  Hann gerði það ekki síðast þó og það var sorglegt.   Hann lagði núna í ræðunni áherslu á lýðræði og það gefur von.  Lýðræðið á að ráða í öllum málum. 

Elle_, 1.1.2010 kl. 17:12

2 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Flokksræðið hefur verið alltof ráðandi í Alþingi og embættum og víðar og þó það kannski hafi farið minnkandi. 

Elle_, 1.1.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Ólafur Ragnar mun ekki samþykkja lögin. Hann mun standa með vinum sínum. Hann hefur ekkert breyst. Honum er skítsama um þjóðarvilja í þessu máli.

Jóhann Ólafsson, 1.1.2010 kl. 18:14

4 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:38

5 Smámynd: Elle_

Ólafur Ragnar mun ekki samþykkja lögin.

Meinarðu að hann muni samþykkja lögin, Jóhann?   Kannski gerir hann það, því er nú verr, hann gerði það 2. september.   

Elle_, 1.1.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband