ESB í framhjáhlaupi Jóhönnu

Forsætisráðherra nefndi Evrópusambandið ekki á nafn í áramótaávarpi sínu og aðeins í framhjáhlaupi að breytingar á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna kynnu að vera á dagskrá. Stærsta mál lýðveldissögunnar fær þessa afgreiðslu í áramótaávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur

Framundan á nýju ári eru viðamikil verkefni sem meðal annars snúast um að ákvarða stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og tryggja okkur efnahagslegt sjálfstæði í traustu öryggissamfélagi með þeim þjóðum sem standa okkur næst. Það er vilji þorra landsmanna að Íslendingar eigi opin og frjáls viðskipti og samskipti við aðrar þjóðir. Þannig hefur okkur ætíð vegnað best.  

Í stuttri málsgrein tekst ræðuriturum Jóhönnu að koma fyrir grundvallarmisskilningi á Evrópusambandinu og jafnframt  orwellskri röksemdarfærslu um að hvítt sé svart. Í fyrsta lagi snýst ESB ekki um að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóða. Í öðru lagi lokar ESB á opin viðskipti við þær þjóðir sem standa utan sambandsins. Með inngöngu myndu Íslendingar hvorki treysta efnahagslegt sjálfstæði sitt né festa í sessi opin og frjáls milliríkjaviðskipti.

Saga okkar kennir að þegar við höfum forræði á eigin málum vegnar okkur best.

Afgreiðsla Jóhönnu á Evrópusambandinu sýnir og sannar að hún hefur enga sannfæringu fyrir umsókn Íslands. Ef umsóknin verður ekki snarlega dregin tilbaka gerum við illt verra í samskiptum okkar við erlendar þjóðir. Við munum eyða einum og hálfum milljarði króna í bjölluat í Brussel. Sá grikkur verður ekki litinn hýru auga af ráðamönnum Evrópusambandsins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú verður að fara að aðlaga þig framtíð landsins í ESB. Gleðilegt nýtt ár!

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Framtíð landsins er sem betur fer ekki í Evrópusambandsríkinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 13:18

3 identicon

Páll minn, hér lest þú ýmislegt á milli línanna sem ekki er þar! Enginn býst við öðrum tíðindum af umsókn Íslands um aðild að ESB á árinu sem nú er nýhafið en því að umsóknin verði samþykkt og samningaviðræður hefjist. Jóhanna er því ekki að tala um aðild að ESB með orðum sínum, enda mun Ísland alveg örugglega ekki ganga í ESB á næsta ári -- hvað sem síðar verður! 

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 14:28

4 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir góða baráttu fyrir landi og þjóð.  Góður pistill.

Það er gagnlegt að fylgjast með erlendu pressunni vegna Icesave málsins.  BBC fullyrða að samningurinn var samþykktur til að liðka fyrir inngöngu Íslands í ESB.  Þarf að segja meira.

Skráið ykkur á InDefence og kynnið ykkur út á hvað Icesave málið gengur í raun og veru:

http://www.indefence.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Elle_

Í fyrsta lagi snýst ESB ekki um að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóða. Í öðru lagi lokar ESB á opin viðskipti við þær þjóðir sem standa utan sambandsins. Með inngöngu myndu Íslendingar hvorki treysta efnahagslegt sjálfstæði sitt né festa í sessi opin og frjáls milliríkjaviðskipti.

Já, og í 3. lagi er Evrópubandalagið ekki traust öryggissamfélag og í 4. lagi standa þeirra þjóðir okkur ekki endilega næst.  Og í 5. lagi er 92%  landa heimsins utan þessa ríkjasambands.   Jóhanna fer með rangfærslur eins og vanalega.  

Hátt í 55 þúsund manns hafa nú skráð sig á Indefence gegn Icesave:
  http://indefence.is/

Elle_, 1.1.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband