Fella Icesave til að bjarga Vg

Óbreyttir þingmenn Vinstri grænna bjarga sennilega flokknum frá klofningi með því að fella Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Átakalínan liggur milli hugsjónamanna sem vilja varðveita orðspor Vg um að taka prinsippafstöðu í stórmálum og valdatæknimönnum sem telja fyrir mestu að flokkurinn eigi aðild að ríkisstjórn.

Ögmundur Jónasson fer fyrir hugsjónafólkinu en Steingrímur J. og Árni Þór Sigurðsson liðþjálfi hans fyrir valdatæknimönnum.

Stjórnmálaflokkur sem ætlar að lifa af núverandi ríkisstjórn verður að líta til lengri tímabils en næstu missera. 

Róttækur vinstriflokkur, byggður á hugmyndum um þjóðfrelsi og réttlæti, getur ekki lagst flatur fyrir óbilgjörnum kröfum gamalla nýlenduvelda og teflt efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í tvísýnu.

Ef þingmenn Vinstri grænna samþykkja Icesave-frumvarpið á morgun er tilvistargrunnur flokksins eyðilagður.

 


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 23:31

2 identicon

Mikið ofboðslega er þessi alfræðingur ömurlegur í þessu hlutverki sem sýrupenni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hans hyskis.

http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/12/30/fadmlag-ystavinstris-og-ystahaegris/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Elle_

Já, sammála pistilinum.  Og líðþjálfi er gott orð fyrir Árna Þór og Björn Val, herforingjans Steingríms Jóhanns. 

Elle_, 31.12.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband