Bankar í eigu huldumanna til óþurftar

Í útrásinni hættu bankar að þjóna almenningi og atvinnulíf. Bankar sátu yfir hlut annarra, notuðu afl sitt og innherjastöðu til að deila og drottna. Skæðustu útrásarauðmenn gerðu sér enda far um að eignast banka.

Föllnu bankarnir voru endurreistir eftir hrun og gerðir að ríkisbönkum. Tveir þeirra, Arion og Íslandsbanki, hafa að stórum hluta verið færðir undir eignarhald huldumanna.

Ef ekki liggur hið snarasta fyrir hvað bankarnir ætlast fyrir og hverjir eigendur þeirra eru hlýtur að vera ástæða til að efna til herútboðs meðal almennings að hætta viðskiptum við huldubankana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki glöggan fjármálamann til að sjá að 3 stórir ríkisbankar og fjöldi sparisjóða fyrir innanlandsmarkað í 300.000 manna samfélagi er örugglega heimsmet.  Þessir bankar verða sameinaðir innan 2 ára annað gengur ekki upp og kröfuhafanna að koma sér úr landi aftur sem fyrst.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband