Þingmenn Samfylkingar tala

Samfylkingarþingmenn tóku loks til máls um Icesave-frumvarpið í kvöld en þeir hafa hingað til keppst við að þegja. Meginröksemd þingmanna Samfylkingar er að vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá við afgreiðslu gildandi Icesave-laga þá þurfti að búa til nýtt frumvarp sem afnemur fyrirvara frá lögunum í sumar.

Samfylkingin er sem sagt að refsa Sjálfstæðisflokknum með því að leggja fram Icesave-frumvarp sem bindur þjóðina á skuldaklafa um langa framtíð.

Blint hatur Samfylkingar á mönnum, flokkum og málefnum verður þjóðinni dýrt.


mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

icesave_russian_roulette2.png

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þeir hefðu betur haldið kjafti í kvöld. Þvílíka vitleysu hef ég aldrei heyrt, eins og hjá Róberti Marshall og Kristjáni Möller. Síðan var hagfræðingurinn að missa sig.

Það hefði verið betra að láta þetta fólk opna munninn fyrr. Þá væri ekki 70 % þjóðarinnar á móti þessu frumvarpi, heldur 85%.

Eggert Guðmundsson, 29.12.2009 kl. 00:15

3 identicon

Er ekki ráð að fá Icesave þingmennina til að reyna við rússneska rúllettu á eigin skinni. Þjóðin á það skilið að losna undan vitleysisgangi Icesave manna

þór (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 00:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að berjast annað er ekki í boði sýnist mér.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband