Stjórnað í skjóli útlends valds

Ríkisstjórnin leitar í skjól Breta, Hollendinga, Dana og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að koma fram málum sem eru í bága við hagsmuni þjóðarinnar en bjarga ríkisstjórninni frá falli. Ríkisstjórn sem ber útlendan skjöld gegn vilja þjóðar sinnar verður ekki langlíf.

 


mbl.is Kostnaður vegna Icesave hærri ef samkomulag verður fellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem hélt að stofnað hafi verið til Icesave-samninga og samstarfs við AGS vegna þess að stjórnvöld hafi haft hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi. En auðvitað hefur blaðamaðurinn PV rétt fyrir sér -- hann er jú svo glöggur og hlutlaus eins og allir vita. Stjórnin gerði þessa samninga til að bjarga sér falli ...

Jesús, stundum veltir maður fyrir sér á hvaða plánetu menn eru staddir. Stjórnin hefði sannarlega ekki verið að berjast fyrir lífi sínu nú ef hún hefði ákveðið að gefa skít í Icesave, því að þá hefðu Páll og allt hitt pópúlistaliðið flykkt sér að baki henni. Það sem ég skil ekki er hvernig sómakær blaðamaður ber svona vitleysu á borð fyrir lesendur sína: Hvað hafa Bretar, Hollendingar eða AGS hafi gert (eða yfirleitt getað gert) að verja ríkisstjórnina falli? Síðast þegar ég gáði ráða þessar ríkisstjórnir/stofnanir litlu um það hvernig ríkisstjórn íslands er skipuð. Blaðamenn reyna að kryfja mál til mergjar og skýra þau út fyrir lesendum sínu. Blogg PV er aftur á móti raus og ekki blaðamennska -- því legg ég til að hann hætti að skreyta sig með blaðamannsheitinu þar sem hann er hvorki blaðamaður (upplýsingafulltrúi) né er nokkuð að marka það sem hann skrifar því að hann er jafn blindaður í trú sinni og HHG.

Sigurður G. Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Svo eru þeir að hleypa vogunarsjóðunum inn í gróðabrallið með verðtrygginguna og hæstu vexti í heimi. Þessi ríkisstjórn mun hafa minni völd heldur en hreppsnefnd í afdalahreppi.

Steinarr Kr. , 28.12.2009 kl. 20:40

3 identicon

Þessi færsla er bara sorglegt rugl. Ég er þó enn að vona að eitthvað fari að rofa til á þessu bloggi og menn haldi sig við eðlilega röksemdarfærslu. PV. Það nægir einfaldlega ekki að vera bara með eða á móti. Hér er of mikið í húfi að menn geti grípið bara eitthvað til að skella fram

Sigurður Már (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband