Ónýt króna eða ónýt Samfylking?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í fréttum Sjónvarps að krónan væri ónýt og gjaldmiðillinn ásamt tollum útskýrði hátt matarverð á Íslandi. Erlendu bankarnir sem gefa út krónubréf telja myntina við hestaheilsu. Evra í stað krónu og innganga í Evrópusambandið er kosningaboðskapur Samfylkingarinnar.

Formanninum skal hrósað fyrir að tala skýrt og skorinort. Formaður félagshyggjuflokks vill breyta efnahagsstjórnuninn hér á landi og taka upp hagstjórn sem kennd er við harða nýfrjálshyggju. Ef evran kemur í stað krónu verður hvorki gengislækkun né vaxtabreytingum til að dreifa sem stýritækjum í næstu efnahagslægð. Atvinnuleysi og samdráttur ríkisútgjalda eru einu úrræðin eftir. Ef forgöngumenn félagshyggju á Íslandi mættu snúa sér við í gröfum sínum gerður þeir það allir sem einn við tíðindin.

Tilefni yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar er könnun sem sýnir matarverð hærra hér en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Fyrir rúmu ári var samskonar könnun til umræðu. Bændasamtökin tóku þá saman nokkur atriði sem Evrópusinnum og talsmenn verslunarinnar flíkuðu ekki. Þar kom fram að verð á kornvöru s.s. brauði, sem er ekki tolluð, er 67 prósent hærri hér en að meðaltali í og verð á fatnaði er 50 prósent hærra. Sjá umfjöllun hér.

Í Sjónvarpsfréttinni lék fréttamaðurinn undir hjá formanni Samfylkingarinnar, fór vítt og breitt um Melabúðina og reiknaði út Evrópusambandsverð til að sýna hátt verðlag hérlendis. Gaman væri að sjá fréttamanninn í kjörbúð í Danmörku og biðja um 500 grömm af nautahakki á Evrópusambandsverði. Ekkert slíkt verð er til, það er meðaltal en ekki raunverð í einstökum ríkjum. Fréttamaðurin gæti þvínæst deilt kjörum sínum með starfsbróður á rúmenska ríkissjónvarpinu og sagt okkar hversu frábær lífskjörin séu í Evrópusambandslandinu Rúmeníu.

Formanni Samfylkingarinnar gæti orðið að þeirri ósk sinni að trúverðugleiki íslensku krónunnar biði slíka hnekki að ekki yrði aftur snúið. Þess verður þá minnst hvað hún lagði til málanna í aðdragandanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ávallt beinskeyttur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2007 kl. 00:50

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góður að vanda Páll. Lægsta matvælaverðið innan Evrópusambandsins mun vera í Búlgaríu skv. Fréttablaðinu í gær þriðjudag. Vilja menn þau lífsgæði sem þekkjast þar í landi? Vitaskuld segir verðlagið aðeins hálfa söguna, kaupmáttur er t.d. nokkuð sem þarf að taka inn í myndina. Eða eins og Steingrímur J. sagði einhverju sinni þá geta menn ekki ætlast til að fá portúgalskt vöruverð á sama tíma og íslenzk laun.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.1.2007 kl. 01:26

3 identicon

Hið umrædda "ESB-verð" sem er talað um í þessari könnun er meðalverðið í 15 gömlu ESB ríkunum þar sem lífskjör eru í það minnsta jafn góð og hér á skerinu, Rúmenía og Búlgaría koma málinu ekki við.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 08:48

4 identicon

Nautahakkið hér í Danmörku kostar 400-500kr/kg.  Í Rúmeníu er nautahakk lúxusvara.

Árni (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:15

5 identicon

Þessar árásir á krónuna eru furðulegar, ætla menn að gera eigur manna verðlausar áður en hugsanleg minntbreyting verður? Þessi aðför hluta viðskiptalífsins og Samfylkingarinnar að krónuni gæti hugsanlega skapað alvarlega efnahagskreppu! Hefur Seðlabankinn heimild til að prenta evrur? Eða halda menn að ESB sendi okkur Evrur á brettum þegar við biðjum um? Þetta virðist vera alveg tíbísk íslensk þjóðfélagsumræða, sem sagt tóm þvæla.

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Svona fyrst spurt er um verð í Danmörku: 

500 g af nautahakki í ISO á tilboði í þessari viku 452 ISK kílóið. Venjulegt verð 879 kr. kílóið.

Í Nóatúni kostar kílóið 1.398 kr. - 310% dýrara en tilboðið  - 159% dýrara en venjulegt verð.

Til upplýsinga er ISO er ekki lágvöruverðsverslun - sja www.iso.dk 

Hilmar Sigurðsson, 10.1.2007 kl. 14:38

7 identicon

Ég er ekki að draga úr því hversu miklu munar í verði en skv. réttum prósentureikningi er tilboðsverðið 210% dýrara en íslenska verðið - þ.e. rúmlega þrefalt íslenska verðið. Venjulegt verð er 59% yfir íslensku verði.

p.s. (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 15:06

8 identicon

Mikið er hvað menn eru alltaf fljótir að stökkva upp á nef sér ef umræðan um hátt matarverð dúkkar upp, tala nú ekki um ef hægt er að spyrða EU og Samfylkinguna með í pakkann. Hvernig væri nú að fara að ræða þessi mál á vitlegum grundvelli. Næst á dagskrá er að fyrirtæki og fjármálastofnanir fari að snúa sér að Evrunni við uppgjör og má þá pöbullinn eiga verðtrygginguna og háu vextina út af fyrir sig. 

Ólafur Jónasson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:02

9 identicon

Ég held að primadonnan hafi aldrei fyrr afhjúpað vankunnáttu sína í hagfræði jafn augljóslega og nú. Dettur einhverjum í hug að það sé hægt að leiða þessa konu til stjórnar ! Nei, segi ég, þá fyrst færi allt úr böndunum, stefnan væri götupólitík dagsins og endurskoðuð á 24 íma fresti !

Langi Jón

Örn Johnson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:40

10 identicon

Reyndar hefði mátt bæta tvennu við:

1) Gæti verið að tal primadonnunar hafi átt þátt í 2% veikingu krónunnar í dag og þar með aukinni hættu á verðbólgu og hækkun skulda heimilina. Hún er hins vegar gjörsamlega ábyrgðarlaus gjörða sinna.

2) Svona tal primadonunnar lýsir hins vegar örvæntingu hennar sjálfrar á ögurstundu þegar henni tekst ekki að vekja trú kjósenda á henni sjálfri o liðsmönnum hennar, þrátt fyrir Suðurnesjaræðuna frægu.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband