Landsfundur Samfylkingar og ESB

Á landsfundi Samfylkingar fyrir sex árum var meðfylgjandi tillaga borin fram. Tillagan var frá andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fékk ekki framgöngu. Tillagan er birt hér til að sýna fram á þá fáránlegu stöðu að ríkisstjórn Íslands hefur sent umsókn um aðild að Evrópusambandinu án þess að hafa skilgreint samningsmarkmiðin. Frá Samfylkingu hefur aldrei heyrst hósti né stuna um samningsmarkmið.

Landsfundur Samfylkingarinnar 31. okt. 2003

Tillaga að efnisgrein í ályktun landsfundar um utanríkismál.

,,Samfylkingin hefji þegar í stað vinnu við að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga til að undirbúa hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Skilgreining á samningsmarkmiðum Íslendinga liggi fyrir eigi síðar en í maí 2004."

Rökstuðningur.

Í póstkosningu Samfylkingarinnar haustið 2002 var spurt hvort Íslendingar eigi að skilgreina samningsmarkmið sín gagnvart Evrópusambandinu. Í litprentuðum bæklingi sem fylgdi atkvæðaseðlinum var skýrt tekið fram að ekki væri verið að taka afstöðu til inngöngu: ,,Í atkvæðagreiðslu um stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum er Samfylkingarfólk ekki að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið."
Eftir atkvæðagreiðsluna var ekkert unnið í skilgreiningu samningsmarkmiða. Í kosningastefnuskrá flokksins vorið 2003 var sagt að það væri verkefni næstu ríkisstjórnar væri að skilgreina samningsmarkmið okkar.
Ekki er trúverðugt að tala um að í framtíðinni eigi einhverjir aðrir en Samfylkingin sjálf að skilgreina samningsmarkmið þjóðarinnar. Tímabært er að flokkurinn geri upp við sig hvort og þá á hvaða forsendum Samfylkingin er tilbúin að mæla með umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Páll Vilhjálmsson

Eyjólfur Eysteinsson

Hörður Guðbrandsson

Oddbergur Eiríksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo Palli var í Samfylkingunni en er nú lentur út á þekju því að VG samþykkti umsókn að ESB og íhaldið er tvístígandi. Það er erfitt að vera helsjúkur ESB andstæðingur, ekki síst ef maður vinnur fyrir stofnun sem rær öllum árum að Evrópusamstarfi. En það er víst ekkert mál að skilja á milli starfs og áhugamála -- verra er með pólitíkina!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband