Mánudagur, 28. desember 2009
Davíðsheilkenni Samfylkingar staðfest
Með því að Samfylkingin teflir fram Jóni Sigurðssyni í stjórnarformennsku ríkisbanka staðfestir flokkurinn að maður sem hvorttveggja var í Seðlabankastjórn og formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins sé prýðilega hæfur í forstöðu fyrir nýjum ríkisbanka.
Samfylkingin fékk samþykkt sérstök lög til að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Málpípur flokksins ætluðu að ganga af göflunum þegar Davíð varð ritstjóri Morgunblaðsins. Í báðum tilvikum var málefnalegum rökum beitt, sem sé að maður sem var í stóru hlutverki fyrir hrun í fjármálakerfinu ætti ekki að koma nálægt ábyrgðastöðum í samfélaginu eftir hrun.
Samfylkingin stendur afhjúpuð eftir að Jón Sigurðsson er kominn til vegs í ríkisbanka. Í augum samfylkingarforystu er aðalatriðið að maðurinn heiti ekki Davíð Oddsson.
Athugasemdir
Og í beinu framahaldi má spyrja sig, hvar er gagnrýnin umræða fjölmiðla um ofangreint. ??
Gísli Gíslason, 28.12.2009 kl. 10:08
... eða eins og einhver sagði: "Davíð Oddsson var voða, voða vondur maður"! (Þórður Breiðfjörð?)
Flosi Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 10:15
Góðan dag
Það mun koma í ljós hjá rannsóknarnefnd Alþingir að bankastjórar Seðlabankans fóru nákvæmlega eftir skráðum reglum bankans en ekki persónulegum tilfinningum sem betur fer.
Samt er allt Davíð að kenna jafnvel þótt Ingibjörg Sólrún og Geir H hafi gefi skrifleg ummæli um allt annað en það skiptir bara ekki máli. Fjármálaráðherra gefur ekkert fyrir þessar greinargerðir og telur þær marklausar og allt sé Davíð og hans mönnum að kenna.
Forsætisráðherra hefur tekist að klæða Samfylkingarþingmenn í Essasu bol Vodafone og gera flokkinn að háðung fyrir alþjóð með yfirlýsingum samstarfsflokksins um að ekki standi til að sækja um í ESB?? Hvers vegna bjargar hún ekki málunum og hendir Steingrími J út úr Stjórnarráðinu?? Hvernig ætlar hún að réttlæta herkostnaðinn 1 milljarð ef Steingrími J kemur þetta ekkert við?? Þetta er bara alveg galið finnst mér.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 11:47
Já, með skipun Jóns Sigurðssonar gefa þeir honum syndakvittun vegna starfa hans í FME og taka undir orð hans að hrunið hafi komið til vegna ,,kerfisgalla". Mér sýndist Fréttablaðið vera réttlæta þessa skipun fyrir hönd Samfylkingarinnar í dag. Sumir eru greinilega jafnari en aðrir hjá sumum.
Jón Baldur Lorange, 28.12.2009 kl. 12:13
Hér má ma. sjá stjórnarformann Samfylkingarinnar í aðalhlutverki sölumanna Icesave reikningsins erlendis.
http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/27/me%C3%B0-kusk-a-hvitflibbanum/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:41
Góður, mega fyndið að horfa upp á "bullið & ruglið" sem endarlaust kemur frá SAMSPILLINGUNNI. Sá FLokkur er stórhættulegur "land & þjóð".
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.