Mánudagur, 21. desember 2009
Framtíð Icesave-þingmanna
Þingmenn sem greiða atkvæði með Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru vitandi vits að vinna þjóðinni tjón. Þeir samþykkja samning sem er óréttlátur og gæti steypt þjóðinni í efnahagslega glötun, fari allt á versta veg.
Þingmennirnir mega vita að þjóðin vill hafna frumvarpinu og er tilbúin til að láta reyna á rétt okkar.
Í atkvæðagreiðslunni um Icesave-frumvarpið reisa þingmenn þjóðarinnar sér annað tveggja, bautastein um þor og dug eða níðstöng kjarkleysis og undirlægjuháttar.
Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður nokkuð að marka atkvæðagreiðslu á Alþingi, nema að menn hafi blásið í blöðru fyrst og afsannað að þér séu allsgáðir? Þá fyrst má setja bautastein um þor,dug, kjarkleysi eða undirlægjuhátt.
Eggert Guðmundsson, 21.12.2009 kl. 21:01
Páll Vilhjálmsson !
Þegar búið verður að samþyggja ríkisábyrgðina alþingi, er þá ekki komið að því að þú skrifir nokkur orð til ICESAVE liðsins ?
Eða eru einkahagsmunir svona miklir hjá þér í þessu máli ?
JR (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 21:26
JR hér að ofan er svolítið tvíræður, í tvennum skilningi.
En ef þeir einkahagsmunir, sem hann spyr um í lokin mega skiljast sem algildir, þá held ég að a.m.k. 70% íslendinga geti svarað spurningunni með JÁ.
Kolbrún Hilmars, 21.12.2009 kl. 22:04
Hvernig sem fer, þá hafa þeir þingmenn og embættismenn sem hafa barist fyrir Icesave óhroðanum unnið sér inn þann sanngjarna rétt að teljast til þjóðníðinga, á bekk með Bretum, Hollendingum, alþjóðasamfélaginu ESB, AGS/IMF og öðrum sem hafa barist gegn lögboðnum rétti og hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 22:32
Öxin og jörðin geymir þá best.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 02:10
Af hverju talar enginn um Seðlabankagjaldþrotið sem kostaði okkur meira en Icesave ?
Eru þá fyrrverandi seðlabankastjórar ekki þjóðníðingar númer eitt, tvö og þrjú ?
Annars væri gott ef menn færu að upplifa gleði og frið í hjarta og hætta þessum fúkyrðum á blogginu, a.m.k. yfir hátíðarnar. Þá á ég aðallega við þá aðila sem kommenta.
Anna Einarsdóttir, 22.12.2009 kl. 09:40
Enn þvaðrar Anna. Það var ákvörðun ríkisstjórnarinnar að breyta forgangsröð krafna til að tryggja innistæður, annars hefðu bankarnir getað greitt Seðlabanka.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.