Mánudagur, 21. desember 2009
Erlendir plateigendur að bönkum
Ríkisstjórnin seldi þjóðinni blekkingu um að endurreistu íslensku þrotabankarnir væru komnir í erlenda eigu, í það minnsta að hluta til. Almenningur var látinn halda að útlendir bankamenn myndu taka yfir reksturinn og kenna Íslendingum að reka banka enda ekki vanþörf á.
Erlenda eignarhaldið er plat. Eins og Margeir Pétursson bendir á eru það erlendu kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna sem eiga þá nýju í gegnum þrotabúin sem fara með eignarhlutinn. Engin fagþekking mun koma frá erlendu eigendunum í nýja bankana. Kröfur eigendanna eru að fá hraða ávöxtun sem þýðir að bankarnir blóðmjólka viðskiptavini sína til að standa undir arðsemiskröfum.
Takmörk er fyrir umburðarlyndi þjóðarinnar gagnvart ríkisstjórn sem þrífst á blekkingum. Víst var verkefni ríkisstjórnarinnar risavaxið en þegar á fyrstu stundu tóku ráðherrar til við að ljúga og blekkja almenning. Enga nauðsyn bar til þess.
Það er komið nóg.
Athugasemdir
Þar er vist meira en nóg komið
Örn Ægir (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.