Fínn pappír Steingríms J.

Formaður Vinstri grænna segir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi verið fínn pappír einu sinni og gefur  til kynna að hann gæti orðið ágætur liðsfélagi ríkisstjórnarinnar. Til áherðingar segir Steingrímur J. að reglur réttarríkisins eigi að gilda um milljarða meðgjöf ríkisstjórnarinnar til gagnavers Björgólfs Thors.

Það hlýtur að fara um stuðningsmenn Steingríms J. og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarþátttaka flokksins hófst með svikum í Evrópumálum og hélt áfram með nauðungarsamningum um Icesave-reikningana. Nú á að toppa fyrir óþokkaverk með því að gefa aðaleiganda Landsbanka og Icesave sérstaka undanþágu frá skattgreiðslum.

Næsti áfangi í helför formanns Vinstri grænna gæti verið að virkja Gullfoss. Hverjir eru memm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband