Sunnudagur, 20. desember 2009
Epísk evrupæling
Er Evrópusamkennd Grikkja næg til að þeir lúti höfði þegar Þýskalandskanslari segir þeim að herða sultarólina, lækka kaup og skera niður þjónustu, með þeim rökum að myntsamstarfið krefjist þess? Á þessa leið spyr Ambrose Evans-Pritchard í Telegraph í kvöld í epískri pælingu um mynt, anarkisma og framtíð Evrópu.
Kjarninn í Brósapælingu er að sameignlegur gjaldmiðill verður að hafa sameiginlega fjársýslu að baki, annars tætast upp jaðrar gjaldmiðilssvæðisins því að verðgildi myntarinnar tekur mið af þungamiðjunni. Þýskaland er þungamiðja evrunnar og jaðarsvæðin, einkum í Suður-Evrópu hafa tapað samkeppnishæfni gagnvart þungamiðjunni sleitulaust í þau tíu ár sem evran hefur verið við lýði.
Hér er Brósapæling, ekki ganga til sængur án þess að lesa 'ana.
Athugasemdir
Áhugaverð grein!
Steinarr Kr. , 20.12.2009 kl. 22:15
Áhugaverð grein eins og oft áður hjá Ambrose. Athugasemdirnar eru líka áhugaverðar, margar hverjar. Sú fyrsta er bæði stutt og sterk:
Er þetta ekki einmitt meinið sem Grikkland og önnur jaðarhéröð Evrópuríkisins þurfa að glíma við?
Haraldur Hansson, 21.12.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.