Sunnudagur, 20. desember 2009
Stjórnin hampar auðmönnum, skattleggur láglaunafólk
Ríkisstjórnin verður uppvís í vikunni að hygla útrásarauðmönnum vegna gagnvers og notar helgina til að svíkja gerða samninga við samtök launafólks. Augljóst er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er umhugað um flest annað en réttsýna og málefnalega stjórnarhætti.
Pétur Blöndal og Alþýðusambandið eru sammála um að skattar hækki yfir línuna, einnig á þá lægst launuðu. Ríkisstjórnin reynir að telja okkur trú um annað.
Lokaorð forseta ASÍ í meðfylgjandi frétt eru sérstaklega athyglisverð.
Ég skora á þingmenn meirihlutans að koma í veg fyrir þetta, almennt launafólk treysti ykkur til að standa vörð um þá tekjulægstu og bregðist þið því trausti mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir trúverðugleika ykkar til langs tíma. Sérstaklega þegar það er haft í huga að það var í tíð vinstri stjórnar sem verðtrygging persónuafsláttar var afnumin árið 1989
Stjórnin standi við samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk sem sækir i að stjórna landinu, virkar tapa öllum áttum þegar völdin eru loksins fengin.
Það virðist sem að það skipti nákvæmlega engu máli hver sé í stjórn landsins. Enn alla vega, av slæmum valkostum í boði, og þegar maður fer að sakna Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin, þá er eitthvað mikið að.
Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 15:48
" og þegar maður fer að sakna Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin, þá er eitthvað mikið að."
Það er nefnilega ekki sama hvaðan gott eða vont kemur ólíkt því hvað stjórnarliðar halda. Af öllum þessum vitleysingum þá er Sjálfstæðis og Framsóknarmönnum best treystandi til að ná okkur út úr þessu, sama þó að fólk haldi að þetta sé allt þeim að kenna. Það er önnur umræða sem kemur lausn vandamála dagsins í dag ekkert við.
Stebbi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:40
Ég er alls ekki frá því að svo sé Stebbi. Það er algjör martröð að hafa snarvitlaust fólk með öll völd í landinu...þát reysti ég betur gáfuðum glæpamönnum fyrir landinu enn snarvitlausu liði...eins og þeir sem eru núna og segjast sjórna...
Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.